OptimICE® forkælir í Dala Rafn VE 508
KAPP seldi nýverið forkælir í Dala Rafn VE 508 sem gerður er út af Ísfelagi Vestmannaeyja. Kælifelagið í Eyjum sem að hluta til er í eigu KAPP sá um uppsetningu og tengingu á búnaðinum um borð og segir Pétur, skipstjóri Dala Rafns, núna nokkrum vikum eftir uppsetningu að forkælirinn sé frábær í alla staði og mælingar á hitastigi sýni að fiskurinn sé að ná niðurkælingunni á mjög skömmum tíma.