Fyrir alla sem þurfa að kæla- eða frysta matvæli
Sérhæfum okkur í að skipta út F-gösum (Freon) í kælikerfum og setja inn nýja kælimiðla í staðinn.
F-gös eru ástæða fyrir hlýnun jarðar
F-gös eru samheiti yfir flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, stundum kallað freon efni en þau eru ein af aðalástæðum fyrir hlýnun jarðar.F-gös eru mörg hver öflugar gróðurhúsalofttegundir og í ljósi þess hafa verið settar reglugerðir til að draga úr áhrifum á hlýnun jarðar vegna losunar þessara efna út í andrúmsloftið.
Algengasta F-gasið í matvælaiðnaði og verslunum er R-404A. Við skiptum því út fyrir Ammóníak, CO2 eða notum hliðarkælingu.
Það tekur R-404A yfir 10.000 ár að eyðast úr andrúmsloftinu.
Áhrif kælimiðla á hnattræna hlýnun er oft mælt í GWP*.
• R-404A er með GWP upp á 3.900.
• Ammóníak er með GWP upp á 0.
• CO2 er með GWP upp á 1.
• Hliðarkæling getur minnkað áhrifin um allt að 99%
Áhrif F-gasa á hnattræna hlýnun á Íslandi er um 5% eða helmingur af því sem fólksbílar valda á hverju ári.
* GWP er Global Warming Potential eða hlýnunarmáttsstuðull, sem er geta gróðurhúsalofttegundar til að valda loftslagshlýnun samanborið við mátt CO2.