CO2 umhverfisvæn kæling

Við sérhæfum okkur í þarfagreiningu, nýsmíði og uppsetningu CO2 kælikerfa. Kælikerfin eru hönnuð til þess að halda kolefnissporinu í algjöru lágmarki en á sama tíma minnka rekstarkostnað og raforkuþörf um allt að 20%. CO2 er 100% vistvænn kælimiðill.

Minnkaðu kolefnissporið með CO2

Hlýnunarmáttsstuðull (GWP) frá 1.397 niður í 1

Hlýninarmáttstuðullinn (Global warming potential) er stuðull sem mælir áhrif gróðurhúsalofttegunda. Það tekur freon R-499A (sem er algengur kælimiðill) um 3.255 ár til þess að leysast upp en aðeins 1 ár fyrir CO2 kælimiðilinn.

CO2 OptimICE® krapavélar

Við bjóðum nú upp á Krapavélar knúnar 100% CO2 kælimiðli sem eru hannaðar til að halda kolefnissporinu í algeru lágmarki en á sama tíma minnka rekstrarkostnað. CO2 er 100% vistvænn kælimiðill.

CO2 Kæli- og frystikerfi fyrir verslanir og vöruhús

Við bjóðum upp á vistvæn kælikerfi fyrir verslanir og vöruhús frá SCM Frigo sem er einn fremsti framleiðandi CO2 lausna í heiminum. SCM Frigo hafa þróað kæli- og frystikerfi með það að markmiði að hámarka sjálfbærni með sem lægstu umhverfisáhrifum. 

Við skiptum út gömlum freon kælikerfum fyrir ný CO2 kælikerfi