AC áfylling

KAPP býður upp á A/C áfyllingar á allar gerðir bíla, þar með talið hybrid og rafbíla. Áratugareynsla og vottaðir kælimenn. Áhersla er lögð á snögga og góða þjónustu.

Hvað gerum við?

  • Byrjum alltaf á að þrýstiprófa kerfið í leit að leka. 
  • Fyllum á kælikerfið.
  • Getum einnig tæmt kerfi og sett á þau aftur ef leki finnst eða af öðrum ástæðum.

Við mætum á verkstæði í áfyllingar á höfuðborgarsvæðinu og næstu bæjarfélögum. Einnig geta viðskiptavinir komið til okkar í A/C áfyllingu. Fyrir tímabókanir eða ráðgjöf er hægt er að hafa samband við okkur í síma 587-1300 eða senda okkur tölvupóst hér fyrir neðan.