100% vistvænt CO2 kælikerfi frá SCM Frigo sett upp hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvolsvelli
KAPP óskar Sláturfélagi Suðurlands til hamingju með nýja vistvæna CO2 kælikerfið frá SCM Frigo sem sett var upp hjá Kjötiðnaðarstöð SS á Hvolsvelli. Stöðin á Hvolsvelli er sú stærsta og fullkomnasta á Íslandi og þar eru m.a. framleiddar hinar heimsfrægu SS pylsur og 1944 réttirnir.
CO2 kælikerfið frá SCM Frigo eru 100% vistvænt. Það er hannað þannig að kolefnissporið sé í algjöru lágmarki, uppsetning á því sé einföld og viðhald verði lítið. Rekstrarkostnaður kælikerfisins er einstaklega hagkvæmur.
Einnig var settur upp frystiklefi frá Incold. Hann er framleiddur samkvæmt ströngustu stöðlum um gæði, endingu og rekstrarkostnað.
KAPP ehf er með öflugt kæliverkstæði sem sér um uppsetningu og þjónustu kælikerfa fyrir hins ýmsu fyrirtæki eins og t.d. matvælaverslanir, matvælaframleiðslufyrirtæki, innflutningsaðila auk sjávarútvegsfyrirtækja.
KAPP er umboðsaðili fyrir SCM Frigo kælikerfin og Incold frysti- og kæliklefana.