Varmadælustöð vígð í Eyjum
Varmadælustöð HS Veitna á Hlíðarvegi 4 í Vestmannaeyjum var vígð formlega í dag.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, og Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs HS Veitna í Eyjum, opnuðu stöðina með formlegum hætti, að því er segir í tilkynningu.
Varmadælustöðin er 10,4 MW og er gert ráð fyrir að hún anni um 80% af orkuþörf hitaveitunnar.
KAPP ehf í samvinnu við Kælifélagið ehf sáu um uppsetningu á ammoníaks- og vélbúnaði fyrir varmadælustöðina sem er í eigu HS Veitna í Vestmannaeyjum
KAPP ehf og Kælifélagið ehf óska forsvarsmönnum og starfsmönnum HS Veitna til hamingju með vélbúnaðinn og varmadælustöðina.
Sjá nánari umfjöllun á mbl.is hér