Endurbætur á frystibúnaði í Sólborg RE 27
Þessa dagana er unnið að endurnýjun á frystibúnaði Sólborgarinnar ásamt viðbótum í flökunarbúnaði.
Sólborg RE 27, þessi mikli frystitogari sem er í eigu Útgerðarfélags Reykjavíkur, er 825 nettó tonn og 76 m langur skuttogari síðaður í Noregi 1987.
Unnið er að því að breyta honum úr frystitogara sem hefur hingað til hausað fiskinn og heilfryst hann yfir í að hafa fullbúinn flökunarbúnað fyrir fjölbreyttari afurðir.
Samhliða er verið að yfirfara fyrstibúnaðinn og skipta yfir í nýjan þar sem það á við. Einnig er verið að uppfæra ammóníaks kælikerfi. Ammóníak er 100% umhverfisvænt með GWP stuðulinn 0.
Optimice krapakerfi hefur verið um borð í Sólborginni í mörg ár á stóran þátt í því að gæði aflans hafa verið framúrskarandi. Aflinn er kældur um leið og hann kemur um borð með hraðkælingu sem kemur hitastiginu niður í 0°C á skömmum tíma og heldur því rétt fyrir neðan 0°C þangað til aflinn er unninn.
Á meðfylgjandi myndum má sjá starfsmenn KAPP að störfum við breytingarnar.