Skötuveisla KAPP sló öll met

Skötuveisla KAPP sló öll met

Árleg skötuveisla KAPP var haldin föstudaginn 8.des. 2023 í húsnæði KAPP að Turnahvarfi í Kópavogi.

KAPP_skötuveisla_skate_partyMetþátttaka var í skötuboðinu í ár.

Viðskiptavinum var boðið upp á vel kæsta vestfirska skötu og gómsætan saltfiski toppað með alvöru hamsatólg og ís í eftirrétt.

Að þessu sinni var met þátttaka þegar um 470 matarskammtar voru bornir fram.

Mikil stemning var á staðnum og áberandi hve létt var yfir gestum. Alvöru harmonikkutónlist var leikin af reynsluboltunum Helga Hermannssyni og Friðriki Inga Óskarssyni við góðar undirtektir. Gestir voru svo leystir út með fötu fullri af eðalsíld.

 KAPP_skötuveisla_skate_partyReynsluboltarnir Helgi og Friðrik Ingi.

Mikil vinna er að halda svona stóra veislun og það væri ekki hægt nema með úrvals starfsfólki. Á föstudeginum tóku allir starfsmenn KAPP höndum saman og lögðu metnað sinn í undirbúning veislunnar og buðu svo gesti velkomna þegar þeir mættu.

KAPP_skötuveisla_skate_partyFreyr Friðriksson, forstjóri KAPP, þakkar starfsfólki fyrir undirbúning veislunnar rétt áður en gestir mæta í hús.

KAPP þakkar öllum þeim fjölmörgu viðskiptavinum sem mættu í veislun og vonast til að sjá þá aftur á næsta ári.

KAPP_skötuveisla_skate_partyEins og undanfarin ár var hlaðborð þar sem hver og einn valdi sinn rétt.

KAPP_skötuveisla_skate_partyStrax um kl. 11.30 var fjöldi fólks mætt.

KAPP_skötuveisla_skate_partyYfirlitsmynd yfir hluta af húsnæðinu.

KAPP_skötuveisla_skate_partyFreyr forstjóri með Helga og Friðriki Inga.

KAPP_skötuveisla_skate_partyAllir starfsmenn KAPP lögðu hönd á plóginn við undirbúninginn.

KAPP_skötuveisla_skate_partyValþór (Tóti) og Heimir buðu gesti velkomna og Júlíus afhenti síldargjöfina.

KAPP_skötuveisla_skate_partyVel kæst vestfirsk skata ásamt saltfiski, kartöflum, hamsatólg og rúgbrauði. 

KAPP_skötuveisla_skate_partyVeislan er halding í vinnslusal KAPP í Turnahvarfi Kópavogi. 

KAPP_skötuveisla_skate_partyViðskiptavinir KAPP fjölmenntu og nutu góðra veitinga.

KAPP_skötuveisla_skate_partyAlvöru. Vel kæst skata með hamsatólg.

KAPP_skötuveisla_skate_partyVeislan stóð í tvo tíma frá kl. 11:30 til 13:30.

KAPP_skötuveisla_skate_partyKAPP þakkar öllu starfsfólki og samstarfsaðilum fyrir aðstoðina við skötuveisluna. Skatan kom frá Fiskikónginum. Kokkurinn var Kristófer Ásmundsson áður Gallery fisk og hans fólk, borð og bekkir komu frá Seglagerðinni Ægi, diskar og hnífapör frá Valur veisluhöld, keilur komu frá Ísmar, pallur fyrir sviðið frá Luxor, eftirrétturinn var ís frá Kjörís og síldarföturnar voru frá Norðanfiski svo eitthvað sé nefnt.

Back

More news

 • Ozone deodorization for restaurants

  Ozone deodorization for restaurants

 • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

 • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

 • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

 • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

 • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

 • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

 • KAPP buys RAF ehf

  KAPP buys RAF ehf