Skötuveisla KAPP sló öll met
Árleg skötuveisla KAPP var haldin föstudaginn 8.des. 2023 í húsnæði KAPP að Turnahvarfi í Kópavogi.
Metþátttaka var í skötuboðinu í ár.
Viðskiptavinum var boðið upp á vel kæsta vestfirska skötu og gómsætan saltfiski toppað með alvöru hamsatólg og ís í eftirrétt.
Að þessu sinni var met þátttaka þegar um 470 matarskammtar voru bornir fram.
Mikil stemning var á staðnum og áberandi hve létt var yfir gestum. Alvöru harmonikkutónlist var leikin af reynsluboltunum Helga Hermannssyni og Friðriki Inga Óskarssyni við góðar undirtektir. Gestir voru svo leystir út með fötu fullri af eðalsíld.
Reynsluboltarnir Helgi og Friðrik Ingi.
Mikil vinna er að halda svona stóra veislun og það væri ekki hægt nema með úrvals starfsfólki. Á föstudeginum tóku allir starfsmenn KAPP höndum saman og lögðu metnað sinn í undirbúning veislunnar og buðu svo gesti velkomna þegar þeir mættu.
Freyr Friðriksson, forstjóri KAPP, þakkar starfsfólki fyrir undirbúning veislunnar rétt áður en gestir mæta í hús.
KAPP þakkar öllum þeim fjölmörgu viðskiptavinum sem mættu í veislun og vonast til að sjá þá aftur á næsta ári.