Skipaþjónusta KAPP á sumarmánuðum

Skipaþjónusta KAPP á sumarmánuðum

Nú á sumarmánuðum er mikið að gera í skipaþjónustu KAPP eins og reyndar flesta daga ársins 

Við sérhæfum okkur í viðhaldi og uppsetningu á kæli- og frystikerfum. Sérstaða okkar er að KAPP er með, til viðbótar við öfluga kælideild, margar deildir sem styðja hvor aðra; renniverkstæði, vélaverkstæði og ryðfría stálsmíði. Því eru hæg heimatökin að leysa hlutina fljótt og örugglega þegar eitthvað óvænt kemur uppá eða ef tíminn er knappur.

 

KAPP skipaviðgerðir, Tjaldur, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

Á meðfylgjandi myndum má sjá starfsmenn KAPP vinna um borð í Tjaldi SH 270 og Björgúlfi EA 312.

Skipin lágu saman í Hafnarfjarðarhöfn í júlí og starfsmenn KAPP nýttu tækifærið og fóru yfir OptimICE® kælikerfin í þeim.

Það eru mismunandi aðstæður um borð í skipum og ýmsar áskornir sem starfsmenn leysa á staðnum.

Hér sjáum við glöggt dæmi um það þar sem plássið fyrir OptimICE® vélina er mjög mismunandi á milli skipa.

Í Tjaldinum þurfti að gera gat á vegg til að koma vélinni fyrir meðan plássið er vel rúmt í Björgúlfi.

 

Sem dæmi um það sem gert var í skipunum:

• Tjaldur: Sett inn ný OptimICE® BP-120 krapavél með forkæli og hraðkælingu

• Tjaldur: Settur inn nýr forðatankur T-2000

• Björgúlfur: Sett inn OptimICE BP-140 krapavél með forkæli og hraðkælingu

• Björgúlfur: Settur inn nýr forðatankur T-4000

Auk þess voru lagnaleiðir lagðar og þær sem voru fyrir voru yfirfarðar og nýttar.

Almennt er KAPP að þjónusta skip með því að yfirfara kælikerfi og/eða skipta þeim út fyrir ný umhverfisvænni með nýjum kælimiðli.

Feron (F-gös) ertu tekin út og ammóníak, hliðarkæling eða Co2 sett í staðinn. Þannig verður GWP stuðullinn 0-1 í stað 1500-4000 eða meira.

 

KAPP skipaviðgerðir, Tjaldur, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

 OptimICE® vélin smellpassar inn í rýmið í Tjaldinum.

 

KAPP skipaviðgerðir, Tjaldur, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

BP-120 OptimICE® krapavélin með forkæli hraðkælir aflann margfalt hraðar en önnur kæling niður undir 0°C og heldur kælingunni þannig allan veiðitúrinn án þess að hann frjósi. 

KAPP skipaviðgerðir, Tjaldur, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

Tignalegur Tjaldur SH 270 er í eigu KG fiskverkunar í Rifi. 

 

KAPP skipaviðgerðir, Tjaldur, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

Rjúfa þurfti gat á vegginn til að koma krapavélinni fyrir.

 

KAPP skipaviðgerðir, Tjaldur, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

Starfsmenn fylgja öryggisreglum og hefðum á vinnustað.

 

KAPP skipaviðgerðir, Tjaldur, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

 T-2000 forðatankur geymir fljótandi krapann þangað til honum er sprautað yfir fiskinn.

 

  KAPP skipaviðgerðir, Tjaldur, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice Tjaldurinn við höfnina í Hafnarfirði.

 

KAPP skipaviðgerðir, Björgúlfur EA, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

Starfsmaður KAPP að leggja lokahöndina á uppsetningu OptimICE® krapavélarinnar í Björgúlfi.

 

KAPP skipaviðgerðir, Björgúlfur EA, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

Björgúlfur EA 312 er glæsilegt skip í eigu Samherja og gerður út frá Dalvík.

 

KAPP skipaviðgerðir, Björgúlfur EA, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

 BP-140 krapavélin hefur gott pláss í Björgúlfi.

 

KAPP skipaviðgerðir, Björgúlfur EA, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

Verið var að tengja T-4000 forðatankinn með lagnaleiðum við sjálfa krapavélina.

 

KAPP skipaviðgerðir, Björgúlfur EA, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

Rafmagnstaflan komin á sinn stað og verið að leggja lokahönd að tengingar.

 

KAPP skipaviðgerðir, Björgúlfur EA, OptimICE, kæliþjónusta, krapaís, liquid ice, slurry ice

 OptimICE® síurnar komnar á sinn stað.

 

Optimice krapavél með hraðkælingu í Björgúlfi

Inngangur að krapavélinni í Björgúlfi.

Back

More news

  • Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

    Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

  • KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

    KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

  • Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

    Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

  • Ny-Fiskur-CO2-OptimICE-Liquid-Ice-Machine

    Ný-Fiskur Embraces Sustainability with New CO2 Liquid Ice Machine from KAPP

  • Ozone deodorization for restaurants

    Ozone deodorization for restaurants

  • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

    Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

    KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

    Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

    Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

    CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

    New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  • KAPP buys RAF ehf

    KAPP buys RAF ehf