Mikil þróun á kæli- og frystibúnaði. Bylting í meðferð hráefnis.
Mikil þróun hefur verið í kælibúnaði á undanförnum árum og er þar KAPP í fararbroddi á mörgum sviðum.
Með því að nota nýjasta kælibúnaðinn þá hefur meðferð hráefnis tekið miklum breytingum, sem líkja má við byltingu.
Bylting úti á sjó
Breyttar vinnuaðferðir um borð í skipum hefur verið gjörbylt þannig að hráefni sem kemur í land er nú undir núll gráðum, þó ekki þannig að fiskurinn sé farinn að frjósa. Við þetta hefur gæði afla aukist muna og ending ferskfisks aukist um marga dag.
OptimICE® krapavélarnar frá KAPP eiga stóran hlut í þessari byltingu og sjá til þess að aflinn kólni hratt niður fyrir frostmark og haldist í ca -0,5°C allan veiðitúrinn.
OptimICE® krapavél er fyrir alla báta og skip og nú er komin ný útfærsla með CO2.
Kælingin með OptimICE® tekur ca 1 klst. meðan flöguísinn kælir aflann á ca 15 klst. og nær samt aldrei að fara undir 0°C. Bakteríumyndun er nánast engin með OptimICE® meðan hún er komin á fleygi ferð með flöguísnum sem þýðir að hillutíminn lengist um allt að 7 daga.
Mikil breyting í landvinnslu
Kæli- og frystibúnaður í landvinnslum er viðamikill, fjölbreyttur og oft frekar flókinn. Allur búnaðurinn þarf að virka eins og lagt er upp með, annars er hætta á að vinnslan stöðvist.
Sjálfvirkni hefur aukist og þar með rekstraröryggi, auk þess sem nýju kerfin eru mun umhverfisvænni en þau gömlu.
Talsverður tími fer í reglulegt eftirlit og fyrirbyggjandi viðhald til að koma í veg fyrir vinnslustopp, grípa til aðgerða áður en búnaðurinn stoppar einhverra hluta vegna.
Með aukinni tækni er hægt fylgst með kerfunum í gegnum símann hvar og hvenær sem er, sem er mikill munur frá fyrri tíð.
OptimICE® forkælir er bæði fyrir skip og landvinnslu.
KAPP býður m.a. upp á OptimICE® forkæla til að kæla hráefni í öllu vinnsluferlinu og halda hitastiginu kringum 0°C allt ferlið.
KAPP kælibúnaður og samskiptakerfi
Einnig er KAPP með fjölbreytt úrval af samskiptabúnaði sem býður upp á ýmsa möguleika hvað varðar fjartengingu sem og að tengja saman mismunandi samskipta staðla og láta stýrivélar frá mismunandi framleiðendum hafa samskipti sín á milli.
Til að allt þetta virki saman þá þarf að forrita búnaðinn og þá kemur tæknideild KAPP sterkt inn með hátæknifræðingum sem forrita, t.d. með SCADA og þ.h. kerfum.
KAPP Ósonlausnir fyrir allan matvælaiðnað.
Í allri matvinnslu er öflug hreinsun á tækjum, leiðslum og vatni mikilvæg. Með ósonlausnum frá KAPP er komin lausn sem er einföld í notkun og virkar við nánast allar aðstæður auk þess sem geymsluþol getur aukist til muna.
Óson er einn sterkasti náttúrulegi oxarinn til gerileyðingar og sótthreinsunar sem til er í heiminum og getur drepið allt að 99,9% allra gerla, baktería, vírusa og annara örvera sem finnast í matvælum. Óson skilur heldur ekki eftir sig nein hættuleg aukaefni eftir að það hefur gegnt hlutverki sínu og hentar því einstaklega vel við gerla- og bakteríudráp fyrir matvælaiðnað.
KAPP lausnir fyrir alla kælingu
KAPP er með lausnir fyrir alla kælingu og frystingu fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Umhverfismál eru í forgangi í öllum okkar aðgerðum þar sem reynt er að finna umhverfisvænustu lausnina. Allir kælistarfsmenn KAPP eru með umhverfisvottun frá Umhverfisstofnun.
Hér sést hlut af starfsmönnum kælideildar KAPP á námskeiði um umhverfisvænar kælilausnir. Allir starfsmenn kælideildar eru vottaðir af Umhverfisstofnun.
Frétt þessi sýnir nokkrar lausnir sem KAPP býður upp á í kælingu og frystingu. Auk þess sem vísað er í viðtali á heimasíðu Samherja þar sem rætt er við Jakob Björnsson vélstjóra í vinnsluhúsi Útgerðarfélags Akureyringa og Gest Geirsson framkvæmdastjóra landvinnslu Samherja.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir fá verkefnum KAPP undanfarið:
Kæli- og frystikerfi geta verið viðamikil og flókin og þurfa að tengjast fullkomlega saman.
Starfsmenn KAPP setja upp umhverfisvæna hliðarkælingu.
Krapagámur með OptimICE® krapavél komið fyrir til að kæla afla við löndun uppsjávarfisks.
Hér eru stafsmenn KAPP að vinna við stækkun á frystigetu frystitogara.
Mæling á hitastigi þorsks við komu í Hraðfrystihús Hellisands eftir vikulanga veiðiferð þar sem landað var á Siglufirði og aflanum ekið til Hellissands. Hitastigið hefur haldist í -0,7°C allan tímann.