Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

Samsettir frysti- og kæligámar hjá Sælkerabúðinni

Sælkerabúðin á Bitruhálsi hafði samband við okkur og vantaði lausn fyrir kæli- og frystivörur en hafði lítið pláss innanhúss

KAPP_Titan_Containers_Atctic_Store_Sælkerabúðin_Gámar

KAPP kom þá með þessa lausn þar sem tveir 40 feta gámar voru settir hlið við hlið og hurðir settar á milli þeirra.

Öðrum kæligámnum var skipt í tvennt og var annar hlutinn kæling með 2°C hita og hinn var fyrir þurrvöru og þar var hitinn í kringum 15°C.

Hinn kæligámurinn var fyrir frystingu með -24°C hitastigi.

KAPP_Titan_Containers_Atctic_Store_Sælkerabúðin_Gámar

Gámarnir voru tengdir við húsnæði Sælkerabúðarinnar með inngangi úr yleiningum smíðuðum af starfsmönnum KAPP.

KAPP_Titan_Containers_Atctic_Store_Sælkerabúðin_Gámar

Hurðir í gámunum

Til að fá sem besta nýtingu á þessu viðbótarhúsnæði voru settar viðeigandi hurðir fyrir hvert pláss.

Tvær hurðir voru settar í innganginn, hraðhurð sem opnast sjálfkrafa við innganginn frá húsnæðinu og svo iðnaðarhurð sett við útgang sem sést vel á myndinni hér fyrir ofan.

Kælihurð var svo sett fyrir kælirýmið og frystihurð fyrir frystirýmið.

Grind undir gámana

Óvíst er hve lengi gámarnir verða staðsettir þarna og því var ákveðið að smíða stálgrind undir gámana í stað þess að steypa grunn undir þá. Grindin var smíðuð af starfsmönnum KAPP.

Sælkerabúðin

Eins og nafnið bendir til færðu fjölmargar sælkeravörur tengdar mat hvort sem það er beint úr lúxus kjötborðinu, unnar matvörur eða matartegndar þurrvörur. Einnig er boðið uppá hágæða veisluþjónustu í Sælkerabúðinni.

KAPP gámar

KAPP er umboðsaðili fyrir Titan Containers sem eru með starfsemu nánast um allan heim og bjóða upp á allar tegundir af gámum hvort sem það er til sölu eða leigu. ArticStore gámarnir eru stoltið þeirra en það eru kæli- og frystigámar með frystigetu frá +45°C og niður í -80°C.

Starfsemi KAPP

KAPP er fjölþætt fyrirtæki með áherslu á kælingu fyrir öll fyrirtæki og flutningabíla ásamt innflutningi á fjölmörgum vörum tengdri kælingu, t.d. gámum, kæli- og frystiklefum, hurðum og kælipressum. Aðrar deildir eru ryðfrí stálsmíði, renniverkstæði, vélaverkstæði og framleiðsludeild sem smíðar t.d. OptimICE® krapavélar sem eru seldar um allan heim, sprautuvélar fyrir matvælaframleiðslu, hnífabrýni ásamt ýmsu fleiru.

KAPP_Titan_Containers_Atctic_Store_Sælkerabúðin_GámarTveir öflugir frysti- og kæligámar voru tengdir saman og hólfaðir í þrjú hólf öll með mismunandi kælingi, 15°C, 2°C og -24°C.

KAPP_Titan_Containers_Atctic_Store_Sælkerabúðin_GámarGrind var smíðuð undir gámana til að hafa möguleika á að flytja þá síðar.

KAPP_Titan_Containers_Atctic_Store_Sælkerabúðin_GámarTengibygging var smíðuð úr yleiningum sem tengir saman gámana við húsnæði Sælkerabúðarinnar. 

Back

More news

 • Ozone deodorization for restaurants

  Ozone deodorization for restaurants

 • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

 • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

 • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

 • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

 • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

 • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

 • KAPP buys RAF ehf

  KAPP buys RAF ehf