Reynir Pétur kominn heim
Á 75 ára afmælisdegi Reynis Péturs Steinunnarsonar íbúa á Sólheimum var þjóðþekkt stytta af honum afhent Sólheimum til eignar
Styttan er núna við innganginn á Grænu Könnunni, kaffihúsinu á Sólheimum og er öllum til sýnis og kjörið að taka mynd af sér með Reyni Pétri.
Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti styttuna að viðstöddu fullu listhúsi á Grænu könnunni, kaffihúsinu á Sólheimum þar sem styttan er staðsett og öllum velkomið að koma og taka mynd af sér með henni.
Reynir Pétur og Guðni Th. Jóhannesson afhjúpa styttuna í sameiningu.
Fjölmargar ræður voru haldnar, Sigurjón Örn Þórsson stjórnarformaður Sólheima bauð gesti velkomna og Guðni Th. tók svo við og hélt kraftmikla tölu og hrósaði Reyni Pétri fyrir að vera góð fyrirmynd og hans atbeina fyrir fatlað fólk og samfélagsins alls. Þá var hlaðið í fjórfalt húrra og styttan afhjúpuð.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Sigurjón Örn Þórsson hlýða á forsetann ásamt fleira fólki.
Freyr Friðriksson, eigandi KAPP ehf tók svo til máls og afhenti styttuna formlega en hún var áður í eigu KAPP. Kór Sólheima söng afmælissönginn og nokkur lög til viðbótar við góðar undirtektir.
Sólheimakórinn söng afmælissönginn og tók nokkur aukalög.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tók svo til máls og nefndi m.a. að enginn getur allt en allir geta eitthvað og Sólheimar séu gott dæmi um það. Hún hrósaði Reyni Pétri fyrir þá góðu og jákvæðu straum sem hann sendi þjóðinni í Íslandsgöngunni 1985 og hafi gert allar götu síðan með jákvæðninni og einglægni sinni.
Reynir Pétur tók lagið á munnhörpuna eins og honum er einum lagið.
Ómar Ragnarsson fór svo yfir sögu Íslandsgöngunnar sem hann fjallaði svo vel um á sínum tíma á RÚV og gerði þar með Reyni Pétur landsfrægan. Þar nefndi hann m.a. að Lionsklúbburinn Ægir sem hefur verið styrktaraðili Sólheima nánast frá upphafi hafi ásamt öðrum stuðlað að því að Reynir Pétur fór í gönguna.
Félagar úr Lionsklúbbnum Ægi voru að sjálfsögðu viðstaddir en þeir hafa verið velgjörðarmenn Sólheima nánast frá stofnun og m.a. var Ómar Ragnarsson jólasveinn á Sólheimum í áratugi.
Halldór Júlíusson sem var framkvæmdastjóri Sólheima þegar Íslandsgangan var sagði einnig frá aðdraganda göngunnar og þeim miklu breytingum sem urðu hjá heimilisfólki og viðhorfi til fatlaðs fólks eftir gönguna. Reynir Pétur var mikill göngumaður fyrir og gekk Sólheimahringin, 24 km, nánast á hverjum degi en til öryggis fór hanngangandi í ítarlega læknisskoðun til Péturs Skarphéðinssonar læknis á Heilsugæslunni Laugarási sem hann stóðst með glans. Þess má geta að hluti af tilgangi göngunnar var að safna fyrir íþróttaleikhúsi á Sólheimum og það tókst.
Halldór Júlíusson afhendir Reyni Pétri forláta göngustaf sem var sérútskorinn í tilefni dagsins.
Reynir Pétur sjálfur tók síðan til máls og hélt flotta ræður þar sem hann koma m.a. fram að tilgangur ferðarinnar hafi verið að opna umræðu um viðhorf til fatlaðs fólks, að fá sálarfrið og sjá landið sitt, að vera fyrstur til að ganga þjóðveg 1 og síðan að safna fyrir íþróttaleikhúsi.
Húsfyllir var á athöfninni þar sem Guðni forseti, dómsmálaráðherra, þingmenn, velunnarar, styrktaraðilar, heimilismenn og aðrir gestir hylltu Reyni Pétur.
Hjá Reyni stóð uppúr á Íslandsgönginni allt fólkið sem labbaði með honum í nánast hverjum einasta bæ sem hann labbaði gegnum. Í lokin tók svo Reynir Pétur lagið á munnhörpunni eins og honum er einum lagið. Að ræðuhöldum loknum var boðið til veislu að hætti Reynis Péturs en hann hefur sérstakt dálæti á upprúlluðum pönnukökum, kleinum og hangikjöts flatkökum.
Neðst hér í fréttinni eru svo fleiri myndir af athöfninnni
Reynir Pétur og Rikey Ingumundardóttir, listamaður.
Sagan af styttunni
Íslandsgangan 1985 hafði mikil áhrif á þjóðina og landsmenn muna enn vel eftir henni. Ríkey Ingimundardóttir listamaður hreifst með og gerði styttuna af Reyni þar sem hann situr á hraunsillu og glottir út í heiminn. Styttan er órúlega lík Reyni og var mál manna á athöfninni að hún væri eineggja tvíburi Reynis Péturs. Þess má geta að Ríkey gerði aðra fræga styttu, Leirfinn. Styttan var svo til sýnis á Sólheimum í einhvern tíma en var síðan seld.
Reynir Pétur og Guðni TH forseti með styttuna á milli sín.
Mikið fjölmiðlafár varð síðan 30 árum eftir gönguna þegar Reynir Pétur auglýst eftir sjálfum sér og allir stærstu fjölmiðlar landsins fjölluðu um málið í nokkra daga undir fyrirsögninni Reynir Pétur er týndur. Það var síðan nokkrum dögum síðar að umfjöllunin náði á Grænlandsmið þar sem Jónas Hallur Finnbogason togarasjómaður var að veiðum. Hann hafði keypt Reyni Pétur mörgum árum áður og var styttan í öruggum höndum hjá honum.
Guðrún Hafseinsdóttir og listamaðurinn Ríkey Ingimundardóttir.
Fyrir rúmu ári síðan eignast KAPP ehf styttuna í þeim tilgangi að afhenda hana Sólheimum til varanlegrar eignar og helst að hún yrði á áberandi stað í Listhúsi Grænu Könnunnar þar sem gestir geti séð hana og tekið mynd af sér með henni.
Freyr Friðriksson, eigandi KAPP gaf Sólheimum styttuna til eignar.
Valgeir F. Backman með Reyni Pétri. Valgeir hafði veg og vanda að athöfninni og á miklar þakkir skilið.
Aðdragandi af afhendingu styttunnar
Eftir að KAPP eignaðist styttuna var strax hafist handa við undirbúning að afhendingunni hennar. Samráð var haft við Jónas H. Finnbogason fyrri eiganda styttunnr og markmiðið var að hafa umgjörð styttunnar veglega, hafa hana á þannig stað að almenningur hefði greiðan aðgang að henni og að búa til umgjörð þannig að gestir geti tekið myndir af sér með styttunni.
Jónas Gunnarsson tekur „selfie“ með Reyni Pétri.
Jónas Gunnarsson, markaðs- og sjálfbærnistjóri KAPP fékk það hlutverk að koma styttunni heim. Strax var haft samband við Sólheima og öll skref í ferlinu unnin í nánu sambandi við þá. Fljótlega kom upp 25. okt. 2023 sem ákjósanlegur dagur enda var það 75 ára afmælisdagur Reynis Péturs. Valgeir F. Backman sá svo um allt sem snéri að Sólheimum.
Anton Pétur við smíðina á standinum undir Reyni Pétur.
Jónas hannaði umgjörðina kringum styttuna, bakgrunn og standinn. Anton Pétur Gunnarsson, snillingur hjá KAPP, fékk drög að hönnun á standinum undir styttuna í hendur og útfærði hana af snilld. Smíðaði festingu við styttuna, standinn sjálfan og sprautaði svo standinn.
Signa skiltagerð prentaði alla grafík fyrir umgjörðin hjá styttunni.
Signa skiltagerð sá um að merkja standinn og prenta bakgrunninn sem eru tveir Rol-up. Öll hugsun við umgjörðina var þannig að hægt yrði að flytja styttuna milli staða og aðlaga hana að mismunandi aðstæðum.
Morgunblaðið lagði til myndirnar sem eru notaðar í umgjörðinni utan um styttuna af Reyni Pétri. Bæði Morgunblaðið og Signa lögðu sitt fram án endurgjalds og við þökkum þeim kærlega fyrir.
Anton ánægður með smíðina á standinum og smellir í „selfie“.
Fullbúnn standur eftir að Anton hafði hannað, soðið og sprautað.
Starfsmaður Signa skiltagerðar límir grafíkina á standinn.
Standurinn og styttan klár í flutninga í húsnæði KAPP.
Reynir Pétur kominn í sendibílinn fyrir framan höfuðstöðvar KAPP og starfsmenn KAPP leggja af stað á Sólheima.
Sólaheimar eru fyrirmyndar byggð í sálfbærni
Inngangurinn í Sólheima með Vigdísarhús í bakgrunni.
Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima 28 ára gömul, á afmælisdegi sínum, þann 5. júlí 1930. Hún ól upp fjölmörg fósturbörn og var brautryðjandi í uppeldismálum og umönnun þroskaheftra á Íslandi. Sesselja var frumkvöðull í lífrænni ræktun, ekki aðeins á Íslandi heldur líka á Norðurlöndum og er í raun fyrsti íslenski umhverfissinninn.
Íþróttaleikhúsið sem Reynir Pétur safnaði fyrir á Íslandsföngunni 1985.
Sesselja stundaði nám í sex ár í Danmörku, Sviss og Þýskalandi, m.a. í uppeldisfræði, barnahjúkrun og rekstri barnaheimila og var fyrsti Íslendingurinn sem lærði umönnun þroskaheftra. Á námsárunum í Þýskalandi kynntist Sesselja kenningum dr. Rudolf Steiner (1861 – 1925 ) – „anthroposophy” eða mannspeki. Sesselja stundaði einnig nám í garðyrkju, blómarækt og meðferð alifugla.
Sesseljuhús á Sólheimum.
Kjarni hugmyndafræði Sólheima er hinn sami í dag og lagt var upp með þann 5. júlí 1930: að veita einstaklingum tækifæri. Sólheimar skapa hverjum einstaklingi sem þar býr tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Í dag búa rúmlega eitthundrað manns á Sólheimum, þar af um fimmtíu fatlaðir, en þeir eru þungamiðja samfélagsins að Sólheimum.
Hér sjáum við brot af gróðurhúsinu á Sólheimum og einn lykilinn af sjálfbræni Sólheima.
Sólheimar eru í raun sjálfbært samfélag með öllu sem tilheyrir bæjarfélagi. Sjálfbærni er grunntónninn í samfélaginu og mættu önnur bæjarfélög læra af uppbyggingu Sólheima. Þarna eru öflugt gróðurhús, skógrækt, listasetur, íþróttahleikhús, Sesseljustofa, Vigdísarhús, sundlaug, kaffihús ásamt heimilum vistfólks og starfsmanna.
Gjafavörurnar færður á Sólheimum
Listmunir heimilsfólks á Sólheimum eru orðnir víðfrægir og nú er tilvalið að skreppa á Sólheima og kaupa jólagjafir og taka eins „selfie“ með Reyni Pétri.
Allir hafa verkefni við sitt hæfir og núna fyrir jólin eins og aðra daga ársins er vegleg verslun með listumunm heimilismanna sem slegið hefur í gegn undanfarin ár með fjölmörgum styttum og skrautmunum sem henta vel í jólapakkann.
Pappa Reynir Pétur tók á móti starfsmönnum KAPP við komuna á Sólheima.
Flest öll hús eru merkt með útskornum merkingum.
Á torginu við kaffihúsið eru minnisvarðar bæði af Sesselju stofnanda og eins af Pétri Sveinbjarnarsyni.
Sundlaugin á Sólheimum.
Hér sjáum við yfirlit yfir hluta af byggðinni.
Græna Kannan, kaffihúsið á Sólheimum þar sem styttan af Reyni Pétri er staðsett.
Fleiri myndir frá athöfninni
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, flutti kraftmikla ræðiu og hrópaði fjórfalt húrra fyrir Reynir Pétur á 75 ára afmælisdeginum.
Valgeir F. Backman, viðburðastjóri Sólheima, Sigurjón Örn Þórsson stjórnarformaður Sólheima, Freyr Friðriksson eignadi KAPP og Reynir Pétur.
Styttan af Reyni Pétri áður en hún var afhjúpuð.
Ríkey Ingimundardóttir hönnuður styttunnar af Reyni Pétri ásamt fyrirmyndinni.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálráðherra og Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður voru við athöfnina.
Reynir Pétur er góður ræðumaður og hélt lokaræðuna við mikinn fögnuð viðstaddra.
Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, í ræðustól að afhenda styttuna af Reyni Pétri formlega.
Reynir Pétur á 75 ára afmælisdaginn.