Rafvirkjanemar í heimsókn hjá KAPP
Á dögunum fengum við nemendur í rafvirkjun hjá tækniskólanum í heimsókn til okkar. Þau fóru um fyrirtækið og fengu kynningu á rafmgansverkstæðinu, vélaverkstæðinu, kæliverkstæðinu, renniverkstæðinu og framleiðslunni þar sem við framleiðum OptimICE® ískrapakerfið, RAF-S900 sprautuvélakerfið, nálaþvottavélina og margt fleira. Ræddu við starfsmenn og sáu framleiðsluna.