Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

Óson lyktareyðing fyrir veitingastaði

KAPP hefur um langan tíma boðið upp á óson hreinsitæki fyrir veitingastaði, og reyndar alla þá sem þurfa að eyða lykt

Það verður oft mikil óánægja í nærumhverfi veitingastaða þegar matarlyktin smýgur inn í íbúðir eða fyrirtæki nálægt veitingastaðnum.

Lausnin er að tengja ósontæki við útblástursrörin sem eyðir þá lyktinni með náttúrulegum hætti, 100% umhverfisvænt.

Heilbrigðiseftirlitið hefur verið að auka kröfur á undanförnum árum og fylgjast nú reglulega með útblæstri veitingastaða. Með ósontækinu standast veitingastaðirnir kröfur um lyktareyðingu.

KAPP_óson_tæki_veitingastaðir_bakteríueyðing

Hér sést dæmigert Ósontæki fyrir veitingastaði. 

Viðhald og öryggi

Lítið viðhald er á tækjunum og öryggið er tryggt þannig að tækin eru bæði með stjórnmerki sem tengjast afsogsblásara og vaccum-liða sem tengis við stokk sem eiga að passa það þau eigi ekki að vera í gangi þegar ekki er sog í kerfinu. 

Mikið úrval af ósonlausnum

KAPP hefur verið að þróa ósonlausnir í yfir tuttugu ár og er með fjölbreytt úrval ósontækja og getur því boðið heildarlausn fyrir nánast allar aðstæður.

KAPP_Óson_hreinsun_lyktareyðing_bakteríueyðing

Hér fyrir ofan sést dæmi um ósonkerfi, en ósontæki/kerfi geta verið mjög mismunandi eða allt frá farsímastærð, myndin hér fyrir neðan, yfir í nokkurra fermetra kerfi.

 KAPP_Óson_lyktareyðing_táfýla_bakeríueyðing

Óson eyðir allri lykt

Óson er einn sterkasti náttúrulegi oxarinn til gerileyðingar og sótthreinsunar sem til er í heiminum og getur drepið allt að 99,9% allra gerla, baktería, vírusa og annara örvera sem finnast í matvælum. Óson skilur heldur ekki eftir sig nein hættuleg aukaefni eftir að það hefur gegnt hlutverki sínu og hentar því einstaklega vel við gerla- og bakteríudráp fyrir matvælaiðnað.

Loft og vatn

Helstu flokkar óson hreinsunar eru loft og vatn. 

Fyrir hreinsun á lofti er andrúmsloft hreinsað með því að blanda ósoni saman við það. Þannig má drepa bakteríur, minnka sjúkdómahættu og eyða burt ólykt. Flugur og önnur skordýr þola ekki við í óson blönduðu andrúmslofti og því er hægt að halda slíkum skaðvöldum í skefjum með ósonhreinsun. Einnig er hægt að nota óson til sótthreinsunar.

Fyrir hreinsun á vatni hefur reynst afar vel að blanda ósoni saman við skolvatn þegar hráefni er skolað áður en það fer í vinnslu eða áður en það fer í pökkun. Með því að skola hráefnið í óson blönduðu vatni fæst fallegra útlit og geymsluþolið eykst á vörunni. Óson blandaður ís sem notaður er til kælingar hægir enn frekar á allri gerlamyndum og varan helst fersk lengur og geymsluþol eykst í samanburði við hefðbundin ís.

Dæmi um notkun:

  • Veitingastaðir – eyða matarlykt
  • Matvæli – hreinsa matvæli og auka nýtingu og gæði
  • Matvæli – eykur geymsluþol
  • Lagnir – hreinsar lagnir að innan
  • Fiskvinnslur – hreinsar tæki, langir, vatn og andrúmsloft
  • Matvinnslur – hreinsar tæki, langir, vatn og andrúmsloft
  • Matvinnslur – minnkar losun og viðheldur vökva
  • Matvinnslur – oxar ekki fitu
  • Matvinnslur – viðheldur eða eykur próteinmagni
  • Sundlaugar – hreinsar langir og vatn
  • Fráveitur – hreinsar fráveituvatn
  • Mygla – drepur bakteríur í lofti
  • Mjölverksmiðjur – eyðir lykt
  • Hausaþurrkun – eyðir lykt
  • Moltugerð – eyðir lykt
  • Táfýla – eyðir táfýlu í skóm

Hér fyrir neðan eru myndir frá ósontæki og leiðslum í dæmigerðum veitingastað.

KAPP_óson_tæki_veitingastaðir_bakteríueyðingÓsontækið er tengt við útblástursröðið nálægt útblástursopinu en ekki í eldhúsi veitingastaðarinns.

KAPP_óson_tæki_veitingastaðir_bakteríueyðingHér sést leiðslan frá Ósontækinu tengjast við útblástursrörið. 

KAPP_óson_tæki_veitingastaðir_bakteríueyðing

Starfsmaður KAPP kátur eftir vel heppnaða innsetningu á Ósontæki.

Back

More news

  • Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

    Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

  • KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

    KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

  • Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

    Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

  • Ny-Fiskur-CO2-OptimICE-Liquid-Ice-Machine

    Ný-Fiskur Embraces Sustainability with New CO2 Liquid Ice Machine from KAPP

  • Ozone deodorization for restaurants

    Ozone deodorization for restaurants

  • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

    Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

    KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

    Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

    Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

    CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

    New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  • KAPP buys RAF ehf

    KAPP buys RAF ehf