OptimICE krapavél í Helgu Maríu RE-1
KAPP er þessa stundina að setja OptimICE krapavél og forðatank um borð í Helgu Maríu RE-1
Helga María, sem er í eigu Brim, er ísfisktogari gerður út frá Reykjavík. Hún var smíðuð í Noregi 1988 og er 883 brúttólestir. Helga María hét áður Haraldur Kristjánsson.
Um borð í Helgu Maríu er mikil áhersla lögð á gæði aflans og hluti af því er að nota OptimICE krapakerfi, sem er framleitt hjá KAPP og notað um allan heim.
Brim hf valdi eftirfarandi OptimICE búnað:
• BP-140 krapavél
• T-4000 forðatank
OptimICE hraðkæling
OptimICE® er fljótandi krapaís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipinu og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís.
Hraðkælingin umlykur fiskinn, kemur honum hratt niður fyrir 0°C og heldur honum í kringum -0,5 °C allan veiðitúrinn, í löndun, í flutningi þvert í kringum landið og allt til endanlegs viðskiptavinar.
Kælikeðjan rofnar því aldrei með OptimICE® hraðkælingu og fiskurinn helst ferskur í hámarksgæðum allan tímann.
Andrés Þórarinsson, yfirvélstjóri, stendur hér við OpitmICE krapavélina og hlakkar mikið til að þurfa ekki lesta skipið með á þriðja hundrað fiskikara fullum af flöguís í hverjum túr. Svo verður vinnan fyrir mannsskapinn mun auðveldari.
Helga María RE-1 tók sig vel út í Reykjavíkurhöfn beint við hliðina á höfuðstöðvum Brim.
Starfsmenn KAPP að standsetja vélina.
Huga þarf vel að öllum lögnum sem liggja frá forðatanknum og niður í lest.
Mikil hagræðing er af OptimICE krapavélinni. Hún framleiðir krapann um borð í skipin og vinnur hann beint úr sjónum. Síðan er krapanum bara sprautað yfir fiskinn úr slöngum í stað þess að moka flöguís með skóflu.
Höfuðstöðvar Brim á Granda eru glæsilegar.
Starfsmenn KAPP taka sig vel út við hliðana á OptimICE forðatanknum.
Gott pláss er fyrir krapavélina um borð í Helgu Maríu.
Hér sjáum við hluta af vinnsluhúsnæði Brim á Granda.