OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

OptimICE krapakæling fyrir löndun uppsjávarafla

KAPP var að afhenda Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum OptimICE krapagám sem notaður er við að kæla uppsjávarafla við löndun.

Þegar skipin koma í land er hitastig aflans kringum -1°C. Þegar byrjað er að landa er slökkt á RSW kerfinu og aflinn og blóðvökvinn byrja þar með að hitna og fara fljótlega upp í ca 4° til 6°C þegar líða fer á löndunina.

Sérstaklega á þetta við þegar verið er að vinna aflann til manneldis. Þá er hraðinn á lönduninni í samræmi við afkastagetu landvinnslunnar til að fá sem mest gæði úr aflanum og því getur tekið frá 4-8 klst að klára löndun úr lest en einungis 1-2 klst þegar landað er í bræðslu.

 

KAPP_Vinnslustöðin_uppsjávarafli_Optimice_krapagámur

Huginn VE 55 að landa makríl í Vestmannaeyjahöfn.

Lausnin við þessu vandamáli er nota OptimICE krapa til að kæla blóðvökvann í hringrásarkerfinu áður en hann fer aftur um borð í skipið eftir að vökvinn hefur verið hreinsaður og fitusíaður. 

Með þessu næst að viðhalda kælistigi aflans í lestinni við 0°C í stað þess að hann hækki í 4-6°C og koma þar með í veg fyrir að rotnunarferli á aflanum byrji og gæðin verða því eins og best verður á kosið.

KAPP_Vinnslustöðin_uppsjávarafli_Optimice_krapagámur

Starfsmenn VSV, Hiroki Igarashi eftirlitsmaður og Willum Andersen tæknilegur rekstrarstjóri.

Markiðið er að hámarka gæði aflans

Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri hjá Vinnslustöðinni, segir að þeir leggi mikla áherslu á að hafa gæði aflans eins mikil og hægt er og því sé OptimICE krapavélin happafengur fyrir alla uppsjávarvinnslu og tryggi að kælikeðjan rofni aldrei frá veiðum og gegnum allt vinnsluferlið.

Tekin eru sýni við allar landanir til að meta gæði aflans og tryggja að flókið og viðamikið vinnslukerfi sé alltaf eins og best verður á kosið ásamt því að meta hvort árangur kælingar með OptimICE hafi staðist ýtrustu væntingar.

Huginn VE 55 var að landa makríl þegar starfsmenn KAPP voru í eftirlitsferð í Vestmannaeyjum og Japaninn Hiroki Igarashi var að fylgjast með aflanum og taka sýni. Hann sendi okkur síðan niðurstöður mælinganna.

KAPP_Vinnslustöðin_uppsjávarafli_Optimice_krapagámur

Tekin voru tíu sýni yfir tæpan sólarhring sem það tók að landa aflanum. Þar sést að meðalhitastig fór úr 4,3°C niður í 0,3°C. Lægstu tölur sýndu 0°C og hæsta talan sýnid 0,9°C.

Vinnslustöðin dælir einnig upp sjó til að nota við löndunina. Sjórinn er í kringum 10°C en með OptimICE krapakælingu næst að ná honum niður í um 1°C.

Hjá Vinnslustöðinni var ákveðið að nota jarðsjó úr borholum til notkunar í vinnslunni en vandamálið er að sjórinn er um 10°C heitur. Með notkun á þessum jarðsjó hitnar aflinn allt of mikið og gæðin minnka mjög fljótt. Notuð er sama OptimICE krapavél til kælingar á jarðsjónum og með því næsta að kæla jarðsjóinn niður í um 1°C.

 

KAPP_Vinnslustöðin_uppsjávarafli_Optimice_krapagámur

Hér sést þegar kælivantið er hreinsað og kælt með OptimICE krapanun áður en það fer aftur um borð í lestina til að kæla aflann niður í um 0°C.

 

KAPP_Vinnslustöðin_uppsjávarafli_Optimice_krapagámur

Mikið er lagt upp úr gæðaeftirliti og rannsóknum hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.

 

KAPP_Vinnslustöðin_uppsjávarafli_Optimice_krapagámur

Blóðvökvinn fer í hringrásarkerfi. Hann er hreinsaður og fitusíaður í vinnslunni og fer síðan aftur í lestina í skipinu.

KAPP_Optimice_Krapavél_VSV_Vestmannaeyjum

OptimICE BP-140 krapavélin sem notuð er hjá Vinnslustöðinni er mjög afkastamikil og annar löndun á fullfermi nokkurra skipa á sólarhring. 

Vélin er að framleiða 3-4000 lítra á klst. Ef það þarf að auka afköstin þá er hægt að bæta við forðatanki eða jafnvel bæta við annarri vél.

Back

More news

 • Ozone deodorization for restaurants

  Ozone deodorization for restaurants

 • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

 • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

 • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

 • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

 • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

 • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

 • KAPP buys RAF ehf

  KAPP buys RAF ehf