Öflugt renniverkstæði hjá KAPP
KAPP rekur öflugt renniverkstæði með góðum tækjabúnaði og reynslumiklu starfsfólki
Við sérhæfum okkur í rennismíði og fræsivinnu á öllum tegundum plasts og málma. Við leggjum ríka áherslu á góða þjónustu og vandað verk enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.
Tækjabúnaður
Hönnun, ráðgjöf og þarfagreining
Reynslumiklir sérfræðingar okkar veita ráðgjöf og þarfagreiningu til þess að finna bestu lausnina fyrir þig.
Nýsmíði og endurnýjun
Við sinnum bæði nýsmíði og endurnýjun varahluta.
Ryðfrí stálsmíði
Við sérhæfum okkur í ryðfrírri stálsmíði. Suðudeildin okkar er sérútbúin öflugum tækjabúnaði og suðumenn okkar vinna náið með renniverkstæðinu þar sem málin eru leyst hratt og örugglega.
Efnin sem við smíðum úr
Þjónusta alla leið
Fjölbreytt starfsemi KAPP gerir okkur kleift að bjóða upp á þjónustu alla leið. Starfsmenn KAPP eru með ólíka menntun, þekkingu og reynslu og að meðaltali eru um 17 iðnaðarstörf hjá okkur hverju sinni. Allar deildir fyrirtækissins vinna saman að einu markmiði sem er að veita framúrskarandi þjónustu enda enda eru einkunnarorð fyrirtækisins „Þú finnur traust í okkar lausn“.
Linkur á heimasíðu KAPP, renniverkstæði.
Hér má sjá örstutt myndband frá renniverkstæðinu okkar.