Samherji valdi hágæða hraðkælingu frá OptimICE fyrir Oddeyrina EA
OptimICE krapakerfi í Oddeyrina EA
Samherji hefur undirritað samning við Slippinn á Akureyri um smíði og uppsetningu á vinnslubúnaði í Oddeyrina EA. Búnaðurinn er blanda af hefðbundnu og nýju.
Hluti af metnarðarfullum breytingum er að komið verður fyrir Optimice krapavél frá KAPP ehf. sem bæði verður notuð til að kæla afla í vinnslu og í lest. Með þessu er lögð áhersla á blæðingu og kælingu á þeim afla sem slátrað er um borð
Með því að nota Optimice hraðkælingu þá er fljótandi krapinn framleiddur um borð, unninn beint úr sjónum, og honum síðan dælt yfir fiskinn úr slöngu, einfaldara og öruggara verður það ekki.
Kælingin er margfalt fljótari, sem er lykilatriði í gæðum. Skv. rannsóknum* þá kælist aflinn með Optimice niður fyrir -0°C á innan við 1 klst., og helst þannig allan veiðitúrinn án þess að frysta aflann, en með flöguís tekur það allt að 12-14 klst. *Kælihraðinn ræðst af kuldastigi sjávar og stærð aflans.
Oddeyrin EA, 45 m uppsjávarskip í eigu Samherja, verður búin BP-130 krapavélar ásamt T-3000 tonna forðatanki.
Hér er má sjá frétt á heimasíðu Samherja um verkefnið.