Ný OptimICE krapavél fyrir smábáta

Ný OptimICE krapavél fyrir smábáta

KAPP kynnti á sjávarútvegssýningunni í Barcelona nýja OptimICE krapavél sem er hönnuð fyrir smábáta.

Vélin hefur verið hönnuð upp á nýtt frá grunni með því markmiði að þjóna öllum þörfum smábáta bæði í stærð, afköstum og aðgengi. Breiddin á nýju krapavélinni er einungis 59 cm og kemst því inn um allar hurðir. Hæðin er 100 cm og dýptin 78 cm.

Optimice_krapavél_BP-103_fyrir_smábáta_KAPP

,,Við hjá KAPP erum afar ánægð og stolt að geta boðið upp á sérhannaða OptimICE krapavél fyrir smábáta. Með vélinni er krapinn framleiddur úr sjó um borð í bátnum og leysir af flöguís. Krapinn umlykur fiskinn og kælir hann mjög fljótt niður undir 0°C og heldur honum í um -0,5°C allan veiðitúrinn, í löndun og flutningum. Við þetta aukast gæðin til muna og hillutíminn lengist um 5-7 daga. Þetta er mikil bylting fyrir smábátaeigendur að geta haft krapavél um borð hjá sér," segir Freyr Friðriksson, eigandi KAPP.

Sjá nánar hér um krapavélina

 

Optimice_krapavél_BP-103_fyrir_smábáta_KAPP
OptimICE krapavélarnar eru hannaðar, framleiddar, seldar og þjónustaðar af KAPP ehf. OptimICE vélarnar hafa verið seldar um allan heim síðan árið 1999.

Back

More news

 • Ozone deodorization for restaurants

  Ozone deodorization for restaurants

 • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

 • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

 • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

 • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

 • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

 • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

 • KAPP buys RAF ehf

  KAPP buys RAF ehf