OptimICE hraðkæling í nýrri Háey ÞH
Við hjá KAPP óskum eigendum og áhöfn Háeyjar ÞH til hamingju með nýja Víkingbátinn.
GPG Seafood á Húsavík eru eigendur og gera út þennan 30 tonna línubát sem er stærsti bátur sem Víkingbátar hafa smíðað, 13,2 m lengd, 5,5 m breidd og 30 tonn.
Við hönnun á skipinu hjá Ráðgarði, skiparáðgjöf var mikil áhersla á meðhöldlun afla með hámarks gæði í huga. Hliðarþilfarið er lokað og standandi hæð í lestinni sem auðveldar alla vinnu til muna.
OptimICE hraðkæling er um borð sem tryggir hámarksgæði
Með því að nota Optimice hraðkælingu þá er fljótandi krapinn framleiddur um borð, unninn beint úr sjónum, og honum síðan dælt yfir fiskinn úr slöngu, einfaldara og öruggara verður það ekki.
Krapinn er margfalt fljótar að kæla aflann, sem er lykilatriði í gæðum. Skv. rannsóknum þá kælist aflinn með Optimice niður fyrir -0°C á innan við 1 klst*. og helst þannig allan veiðitúrinn án þess að frysta aflann, en með flöguís tekur það allt að 12-14 klst.
Um borð er BP-105 krapavél til ísingar í körum í lestinni og FK-50 forkælir til kælingar á milliþilfari.
*Kælihraðinn niður í -0°C ræðst af kuldastigi sjávar og stærð afurðar.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í bátasmíðastöðinni hjá Víkingbátum þegar verið var að leggja lokahönd á Háey ÞH.