Minnkum kolefnissporið
Sérhæfum okkur í að skipta út F-gösum (Freon) í kælikerfum og setja inn nýja kælimiðla í staðinn
LAUSNIN ER TIL:
Hafðu samband við Freyr Friðriksson í síma 864 0305 og saman finnum við út hvaða lausn hentar þér.
Við sérhæfum okkur í öllum geirum matvælaiðnaðarinns:
- Sjávarútvegur
- Matvinnslustaðir
- Veitingahús
- Smásala
- Landbúnaður
- Flutningageirinn
- og bara fyrir alla þá sem þurfa að kæla eða frysta matvæli
Hvers vegna að skipta út kælimiðlum?
Flestir kælimiðlar eru knúnir áfram af einhverri tegund af F-gasi en þau eru skaðleg andrúmsloftinu og hafa mjög háan hlýnunarmáttsstuðull. Eftir því sem stuðullinn er hærri þeim mun meiri áhrif hefur gasið á hlýnun jarðar.- Algengasta F-gasið í matvælaiðnaði og verslunum er R-404A (freon).
- R-404A er 3.900 x verra en Co2 koltvísýringur.
- Það tekur R-404A yfir 10.000 ár að eyðast úr andrúmsloftinu.
- Við skiptum því út fyrir Ammóníak, CO2 eða notum hliðarkælingu.
F-gös eru ástæða fyrir hlýnun jarðar
F-gös eru samheiti yfir flúoraðar gróðurhúsalofttegundir, stundum kallað freon efni en þau eru ein af aðalástæðum fyrir hlýnun jarðar.
F-gös eru mörg hver öflugar gróðurhúsalofttegundir og í ljósi þess hafa verið settar reglugerðir til að draga úr áhrifum á hlýnun jarðar vegna losunar þessara efna út í andrúmsloftið.
Áhrif kælimiðla á hnattræna hlýnun er oft mælt í GWP*
- R-404A (freon) er með GWP upp á 3.900
- Ammóníak. er með GWP upp á 0
- CO2 er með GWP upp á 1
- Hliðarkæling getur minnkað áhrifin um allt að 99%
* GWP er Global Warming Potential eða hlýnunarmáttsstuðull, sem er geta gróðurhúsalofttegundar til að valda loftslagshlýnun samanborið við mátt CO2.
Í sjávarútvegi eru við aðallega að nota tvær aðferðir til að minnka notkun á freoni eða jafnvel að skipta því alveg út.
AMMÓNÍAK:
Við skiptum öllu freoni út fyrir ammóníak sem er með GWP stuðul upp á O. Sem sagt alveg 100% umhverfisvænt.
Hér er linkur á dæmi frá Guðrúnu Þorkelsdóttur SU 211.
Hér er linkur á dæmi frá Huginn VE 55.
HLIÐARKÆLING:
Hér er freonið minnkað um allt að 99% og einangrað í litlu lokuðu kerfi.
Við hliðina á því setjum við upp annað umhverfisvænu kerfi, oft kallað seconderi kerfi.
Hér er linkur á dæmi frá Tjaldinum SH 270.
Í matvælaiðnaði eru við aðallega að skipta út freoni fyrir Co2 koltvísýring
Co2:
Hér skiptum við freoni fyrir út fyrir Co2.
Co2 er með GWP stuðul upp á 1 meðan freonið er með stuðul milli 2-10þús.
Erum að sinna viðskiptavinum á öllum sviðum matvælaiðnaðar. T.d. kjötvinnslur, smásölur, heildverslanir og veitingastaðir svo eitthvað sé nefnt.
Hér er linkur á dæmi frá kjötiðnaðarstöð SS á Hvolsvelli.
Í flutningageiranum eru við aðallega að skipta um kælikerfi. Setjum nýtt kerfi með Co2 eða rafmagni eftir aðstæðum.
Lausnin er því til í flestum tilfellum
Hafðu samband við okkur og við finnum út saman hvaða leið hentar þér.
Hér er linkur á dæmi umhverfisvænni kælikerfi.