KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

KAPP og Eðalfiskur skrifa undir samning á Aqua Nor

Aqua Nor sjávarútvegssýningin er haldin í Þrándheimi í Noregi ár hvert. Fjöldi Íslendinga er á sýningunni og þar á meðal nokkrir starfsmenn KAPP

Rétt í þessu var KAPP að skrifa undir samning við Eðalfisk um kaup á ArcticBlast hraðfrystigámi.

ArcticBlast hraðfrystigámurinn frá Titan Containers er mjög öflugur 40 ft gámur með hraðkælingu og hraðfrystingu.

Kælingin er hraðvirk og getur farið frá 30°C niður í 5°C á um 25 mín og frystingin frá 5°C niður í -18°C frost á rúmum klukkutíma. Mikil áhersla hefur verið á þróun á gæði afþýðingarinnar en hún fer úr -18°C í 2°C á rúmum 2 klst.

 

KAPP_ArcticBlast_frystigámur_Heimir_Halldórsson_Eðalfiskur

 

Gámarnir eru mjög öflugir, endingargóðir og viðhaldslitlir með fjölmörgum eiginleikum:

  • Margföld kæliáhrif: 2x frystieiningar í 20’ ArcticBlast2 og 5x frystieiningar í 40’ ArcticBlast5
  • Hraðkælingi í 0°C og hraðfrysting í allt að -40°C
  • Stöðugt háhraða loftflæð kælir um 1°C á 20 mínútna fresti með 20 tonnum af vörum í ArcticBlast5
  • Róleg stjórnun á afþýðingu frosinna vara
  • Öflug orkusparandi kælivél fyrir hámarks kælingu með hagkvæmum rekstrarkostnaði
  • Ryðfrítt stál í veggjum og álgólf auðvelda hreinlæti fyrir lyf og matvæli

  • Hurðir með römpum í báðum endum fyrir hámarks vöruflæði
  • Auðvelt að opna hurðir með innri hurðaopnara
  • LED lýsing og neyðarhnappur að innan
  • ArcticBlast ’n’ Store: Sameinaðu blástursfrystingu og geymslu með innri hurðum
  • Með  TITAN SmartArctic fjarvöktunar- og stjórnunarmöguleikum getur þú fengið/ hefur þú aðgang að ArcticStore í gegnum öruggt, einfalt og notendavænt viðmót.

KAPP_ArcticBlast_frystigámur_Heimir_Halldórsson_Eðalfiskur

 

Hágæða framleiðsla í 35 ár

Eðalfiskur hefur í yfir 35 ár verið leiðandi í framleiðslu á hágæða virðisaukandi vörum úr íslenskum laxi með aðsetur í Borgarnesi. Framleiddar eru hágæða laxaafurðir fyrir bæði innlendan markað og útflutningsmarkað.

Mikil áhersla er á sjálfbært laxeldi með lágmarks kolefnisfótspor við að skapa verðmæti fyrir nærsamfélagið. 

Á myndinni hér fyrir ofan eru Heimir Halldórsson, sölustjóri KAPP og Sigurjón Gísli Jónsson frá Eðalfisk að handsala samninginn.

 

KAPP_ArcticBlast_frystigámur_Heimir_Halldórsson_EðalfiskurEndalausir möguleikar eru í alhliða úrvali af gámunum frá KAPP auk þess sem möguleiki er á sérsniðunum lausnum sem henta viðskiptavinum.

 

Kaup eða leiga

KAPP býður upp á allar gerðir af gámum frá Titan Containers ásamt því að þjónusta þá alla leið frá ráðgjöf og sölu til allrar eftirá þjónustu.

Gámarnir eru í boði bæði í leigu og til kaups.

Boðið eru upp á allar gerðir af gámum eins og:

  • Frystigámar
  • Kæligámar
  • Flutningsgámar
  • Hýbýlagámar
  • Skrifstofugámar
  • Eldhúsgámar
  • Ofl.

Auk þess er boðið upp á samsetjanlega gáma þar sem þeim er raðað saman og búið til rými með engum milliveggjum og jafnvel upp á nokkrar hæðir.

KAPP_ArcticBlast_frystigámur_Heimir_Halldórsson_Eðalfiskur Samsetjanlegur gámur í nánast ótakmarkaðri stærð og hæð.

Back

More news

  • Ozone deodorization for restaurants

    Ozone deodorization for restaurants

  • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

    Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

    KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

    Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

    Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

    CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

    New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  • KAPP buys RAF ehf

    KAPP buys RAF ehf