KAPP kaupir Kami Tech Inc. í Seattle

KAPP kaupir Kami Tech Inc. í Seattle

KAPP flytur íslenskt hugvit og tækniþekkingu í fiskiðnaði á markað í Ameríku 

KAPP, íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á búnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingavinnslu og annan iðnað hefur tilkynnt um kaup á meirihlutanum í bandaríska félaginu Kami Tech Inc. í Seattle. Með kaupunum er KAPP að taka stórt skref í því að færa íslenskt hugvit og tækniþekkingu á fiskiðnaði á markað í Ameríku. 

Kami Tech framleiðir vélar og búnað úr ryðfrýju stáli og áli fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og matvælafyrirtæki á svæðinu og þjónustar fyrirtæki á borð við American Seafoods, Trident Seafoods og Golden Alaska Seafoods sem eru allt sameiginlegir viðskiptavinir með KAPP. 

Höfuðstöðvar Kami Tech eru á Pier 90 í Seattle.

Stefnumarkandi kaup

Um er að ræða stefnumarkandi kaup til frekari vaxtar KAPP á erlendum mörkuðum. Kami Tech er staðsett á Pier 90 í Seattle þar sem stór fiskiskip fjölda útgerða leggjast að bryggju til að sækja sér viðhaldsþjónustu, kaupin eru liður í aukinni sókn KAPP á vesturströnd Bandaríkjana. 

Seattle er miðstöð sjávarútvegs fyrir vestur strönd Bandaríkjanna og Alaska.

Kami Tech býður lausnir KAPP á amerískum markaði 

Lausnir KAPP fyrir sjávarútvegsfyrirtæki inn á þennan markað eru krapavélar og kælivélar um borð í fiskiskip og í fiskvinnslur sem og RAF sprautusöltunarvélar, kælitankar, frystar og uppþýðingarbúnaður.  

Aðferðir í sjávarútvegi Bandaríkjana er ekki jafn framsækinn og íslenski markaðurinn, segja má að hann sé um er 15-20 árum á eftir því sem gerist á Íslandi í dag þegar kemur að gæðamálum með hráefni og kælingu á því.

KAPP er því með þessu stefnumarkandi skrefi að bjóða sjávarútvegsfyrirtækjum í Ameríku uppá nýjustu tækni í kælingu á hráefni, nálgun sem notast er við á þróuðustu mörkuðum í Evrópu. 

Skrifstofuhúsnæði Kami Tech á Pier 90.

KAPP verið á amerískum markaðið síðan 1999

KAPP hefur undanfarin ár selt OptimICE® krapavélar sem framleiddar eru Íslandi til félaga í sjávarútvegi á vesturströnd Bandaríkjanna, Kanada og í Alaska. 

Kaup KAPP á Kami Tech er svar við aukinni eftirspurn markaðsins í Bandaríkjunum eftir stöðluðum kæli- og frystilausnum. 

KAPP er fjárhagslega sterkt og tilbúið í þessa vegferð en nýlega keypti KAPP einnig allar eignir þrotabúsins Skagans 3X, sem eykur vöruframboð samstæðunnar inn á markaðinn í N-Ameríku.

 

Freyr Friðriksson forstjóri KAPP og President of Kami Tech.

Með því að sameina krafta KAPP ehf með Kami Tech erum við að auka getu okkar til að þjóna breiðari hópi viðskiptavina í Norður-Ameríku með nýstárlegum, end-to-end lausnum. Bæði fyrirtækin hafa með góðum árangri byggt upp sterk viðskiptatengsl og afhent háþróaða tækni. Saman erum við að bjóða víðtækari lausnir fyrir markaðinn, byggt á sameiginlegum gildum okkar um að bjóða framúrskrandi þjónustu og vera ávallt í fararbroddi fyrir viðskipavini okkar.

Freyr Friðriksson, forstjóri KAPP.

 

Tom Kay framkvæmdastjóri Kami Tech.

Samruninn við KAPP er spennandi tækifæri til að bjóða viðskiptavinum í Norður-Ameríku upp á aukið úrval lausna sem sannarlega skera sig úr. Sameinuð sérfræðiþekking okkar og skuldbinding viðskiptavina mun knýja áfram vöxt og gera okkur kleift að takast á við fjölbreyttari þarfir. Fólk er kjarninn í fyrirtæki okkar, og með samræmdri menningu okkar, erum við vel í stakk búin til að móta farsæla framtíð saman.

Tom Kay, General Manager hjá Kami Tech Inc.

 

Viðtal við Frey Friðriksson forstjóra KAPP í tilefni kaupa á Kami Tech. 

 

KAPP og Kami Tech tóku þátt í Pacific Marine Expo í Seattle í nóvember. Sjá viðtal við starfsmenn Kami Tech og KAPP sem voru á básnum.

 

 

 

 

Um OptimICE®

OptimICE® er fljótandi krapaís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipum, eða úr saltpækli í landi, og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís. Hraðkælingin umlykur fiskinn, kemur honum hratt niður fyrir 0°C og heldur honum í kringum -0,5 °C allan veiðitúrinn, í löndun, í flutningi og allt til endanlegs viðskiptavinar ef því er að skipta. Krapinn er margfalt fljótari að kæla aflann, sem er lykilatriði í gæðum. 

Bylting í gæðum með notkun á OptimICE krapanum.

 

Sjávarútvegsfyrirtæki í USA eru bundin við Jones Act lög sem heimila einungis smíði skipa í USA. Þetta hefur þau áhrif að minna er um endurnýjun skipaflota til hagræðingar og aukinna afkasta. Fyrirtækin leita því annarra leiða til aukinnar framlegðar og þar vegur þungt betra nýtingarhlutfall og bætt meðhöndlun hráefnis til aukinna gæða. Það þarf að skipta út óumhverfisvænum RSV kælikerfum sem eru um borð í eldri skipum. KAPP bíður upp á umhverfisvænar kælilausnir sem einnig auka hagræði í framleiðslum viðskiptavina.

 

RAF-S900 saltsprautuvélakerfið. 

Sprautuvél

Sprautuvélarkerfið RAF-S900 samhæfir kosti sprautvélar, pæklingablöndunar, pækilframleiðslu og skráningu á vinnsluþáttum. Pækilblöndunarkerfið, sem blandar í kör fyrir aftan sprautuvél og í sprautuvélina sjálfa, er innbyggt í sprautuvélinni. Með því er hægt að samtvinna vinnslu sprautuvélar og blöndunar á einum stað, sem auðveldar notanda að skipta á milli mismunandi afurðategunda yfir vinnsludaginn.

 

Back

More news

  • Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

    Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

  • KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

    KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

  • Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

    Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

  • Ny-Fiskur-CO2-OptimICE-Liquid-Ice-Machine

    Ný-Fiskur Embraces Sustainability with New CO2 Liquid Ice Machine from KAPP

  • Ozone deodorization for restaurants

    Ozone deodorization for restaurants

  • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

    Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

    KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

    Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

    Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

    CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

    New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  • KAPP buys RAF ehf

    KAPP buys RAF ehf