KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA
KAPP hlaut verðlaun fyrir umhverfisframtak ársins hjá Samtökum atvinnulífsins. Viðurkenningin var veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var fyrr í dag á Hilton Nordica.
Verðlaunir eru fyrir OptimICE® krapavélina sem nú er í boði með CO2 kælimiðli, fyrst sinnar tegundar í heiminum.
Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að nú sé komin ný krapavél, sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, sem nýtir koldíoxíð sem kælimiðli í stað F-gasa með mjög háan hlýnunarmátt. Vélin er hönnuð og framleidd af KAPP ehf í höfuðstöðvum þess við Turnahvarf í Kópavogi.
Krapavélin er nýjung sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda með því að skipta út kælimiðlum með mjög mikinn hlýnunarmátt. Auk sjávarútvegs eru möguleikar á að nýta krapavélina til kælingar í annarri matvinnslu eins og í kjúklingavinnslu og stærri bakaríum, segir ennfremur í umsögn dómnefndar.
OptimICE® krapavélin er einstaklega auðveld í notkun og nú komin með CO2 kælimiðil.
Bylting í gæðum sjávarafla
OptimICE® krapakerfið hefur átt stóran hluta í auknum gæðum í sjávarútvegi s.l. 25 ár og valdið byltinu í kælingu á ferskum afla. Hún kemur í staðinn fyrir hefðbundinn flöguís. Krapaísinn er framleiddur úr sjóvatni eða saltvatni bæði um borð og í landvinnslu. Fljótandi krapaísinn umlykur fiskinn og kælir hann fljótt niður fyrir frostmark og heldur hitastiginu í kringum -0.5°C. Þannig helst hitastigið meðan á veiðiferðinni stendur, við löndun, við flutning til framleiðslu og til neytanda, án þess að frjósa. Hraðkælingin, sem er um 10x hraðari en kæling með flöguís, tryggir ferskleika og hámarksgæði afurðarinnar. Hillutíminn eykst um 5-7 daga. Hraðkælingin minnkar myndun baktería umtalsvert auk þess sem OptimICE® ískrapinn er framleiddur í lokuðu kerfi án snertingar við utanaðkomandi óhreinindi.