KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

KAPP hlaut umverfisframtak ársins hjá SA

KAPP hlaut verðlaun fyrir umhverfisframtak ársins hjá Samtökum atvinnulífsins. Viðurkenningin var veitt á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem haldinn var fyrr í dag á Hilton Nordica.

Verðlaunir eru fyrir OptimICE® krapavélina sem nú er í boði með CO2 kælimiðli, fyrst sinnar tegundar í heiminum.

Í umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að nú sé komin ný krapavél, sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, sem nýtir koldíoxíð sem kælimiðli í stað F-gasa með mjög háan hlýnunarmátt. Vélin er hönnuð og framleidd af KAPP ehf í höfuðstöðvum þess við Turnahvarf í Kópavogi.

Krapavélin er nýjung sem stuðlar að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda með því að skipta út kælimiðlum með mjög mikinn hlýnunarmátt. Auk sjávarútvegs eru möguleikar á að nýta krapavélina til kælingar í annarri matvinnslu eins og í kjúklingavinnslu og stærri bakaríum, segir ennfremur í umsögn dómnefndar.

OptimICE® krapavélin er einstaklega auðveld í notkun og nú komin með CO2 kælimiðil.

Bylting í gæðum sjávarafla

OptimICE® krapakerfið hefur átt stóran hluta í auknum gæðum í sjávarútvegi s.l. 25 ár og valdið byltinu í kælingu á ferskum afla. Hún kemur í staðinn fyrir hefðbundinn flöguís. Krapaísinn er framleiddur úr sjóvatni eða saltvatni bæði um borð og í landvinnslu. Fljótandi krapaísinn umlykur fiskinn og kælir hann fljótt niður fyrir frostmark og heldur hitastiginu í kringum -0.5°C. Þannig helst hitastigið meðan á veiðiferðinni stendur, við löndun, við flutning til framleiðslu og til neytanda, án þess að frjósa. Hraðkælingin, sem er um 10x hraðari en kæling með flöguís, tryggir ferskleika og hámarksgæði afurðarinnar. Hillutíminn eykst um 5-7 daga. Hraðkælingin minnkar myndun baktería umtalsvert auk þess sem OptimICE® ískrapinn er framleiddur í lokuðu kerfi án snertingar við utanaðkomandi óhreinindi.

 

.
Freyr Friðriksson, forstjóri KAPP sagði m.a. í myndbandi sem sýnt var við athöfnina að hann sé afar stoltur fyrir hönd starfsmanna að hafa náð þessum áfanga að framleiða fyrstu krapavélina í heiminum með CO2 kælimiðli sem er með GWP stuðulinn 1 í stað fyrri kælimiðla sem eru með GWP yfir nokkur þúsund. Vélin er búin að vera í þróun hjá KAPP síðan 2019 og svarar hún ákalli fyrirtækja á Íslandi og Evrópu þar sem mikil umverfisbylting hefur átt sér stað undanfarin ár.
Verðlaunin munu verða hvati til að halda áfram á þessari umverfisvænu vegferð sem KAPP hefur verið í á undanförnum árum og munum við halda áfram að þjóna atvinnulífinu og vera áfram leiðandi í að bjóða þeim grænar lausnir í framtíðinni.
.
Umhverfisdagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SA, SAF, Samorku, SFF, SFS, SI og SVÞ. Í ár var dagurinn helgaður leiðandi fyrirtækjum í þróun grænna lausna, með áherslu á málstofur um fjölbreytt umhverfistengd málefni innan atvinnulífsins. Mikilvægur hluti viðburðarins eru umhverfisverðlaunin, þar sem árlega eru veitt verðlaun fyrir Umhverfisframtak ársins og Umhverfisfyrirtæki ársins, sem í ár kom í hlut BM Vallá. Samtökin fengu fjölda tilnefninga, sem undirstrikar að sífellt fleiri fyrirtæki leggja aukna áherslu á umhverfismál og hafa gert þau að órjúfanlegum hluta af daglegri starfsemi sinni. Lesa nánar í frétt á vef SA.
.

Starfsfólk KAPP ásamt umhverfisráðherra frá vinstri: Heimir Halldórsson viðskiptastjóri, Jón Halldórsson stjórnarformaður, Elfa Hrönn Valdimarsdóttir stjórnarmaður og eigandi KAPP, Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra, Friðrik Óskarsson tæknistjóri, Róbert Gíslason fjármála- og rekstrarstjóri og Valþór Hermannsson þróunarstjóri.

Starfsfólk og eigendur KAPP eru afar stolt og þakklátt fyrir þessa viðurkenningu og þakkar Samtökum atvinnulífsins fyrir verðlaunin í ár og því góða starfi þeirra í umhverfismálum undanfarin ár.
Back

More news

  • Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

    Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

  • KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

    KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

  • Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

    Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

  • Ny-Fiskur-CO2-OptimICE-Liquid-Ice-Machine

    Ný-Fiskur Embraces Sustainability with New CO2 Liquid Ice Machine from KAPP

  • Ozone deodorization for restaurants

    Ozone deodorization for restaurants

  • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

    Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

    KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

    Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

    Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

    CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

    New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  • KAPP buys RAF ehf

    KAPP buys RAF ehf