KAPP gerir samning við Loðnuvinnsluna Fáskrúðsfirði

KAPP gerir samning við Loðnuvinnsluna Fáskrúðsfirði

Nýlega skrifaði KAPP ehf undir samning  við Loðnuvinnsluna hf. Fáskrúðsfirði um hönnun og uppsetningu á frystikerfi í nýtt uppsjávarvinnsluhús fyrir LVF sem sérhæfir sig í vinnslu á uppsjávarfiski, loðnu, síld og makríl. 

Samningurinn er viðamikill og nær m.a. til sölu á tveimur frystivélum, dælukút, millikæli, eimsvala og búnaði til tengingar á nýjum Big Mama frystum ásamt uppsetningu.

Frystikerfið notar ammóníak sem er mjög öflugur og einstaklega umhverfisvænn kælimiðill. Hann er aðallega notaður í frystihúsum, uppsjávarskipum, frystiskipum og stærri landvinnslum.

Nýja vinnslukerfið, sem er hannað og smíðað hjá Skaganum 3x, mun auka afköstin um allt að 70% miðað við núverandi afköst eða 400 tonn á sólarhring.

Uppsetning byrjar í október og lýkur í desember.

KAPP ehf er með öflugt kæli- og frystiverkstæði með sérhæfingu fyrir sjávarútveg og matvælaiðnað. Starfsemin nær til allra þátta kælingar og frystingar; þarfagreining, ráðgjöf, hönnun, smíði, uppsetning, þjónusta og viðgerðir fyrir alla kælimiðla hvort sem er á verkstæði KAPP eða hjá viðskiptavini.

KAPP ehf framleiðir einnig OptimICE krapavélarnar sem hafa valdið byltingu í kælingu við fiskveiðar og vinnslu.

Á meðfylgjandi mynd sem tekin var við undirskrift samningsins í nýjum höfuðstöðvum KAPP að Turnahvarfi 8 í Kópavogi eru frá vinstri: Þorrri Magnússon, framleiðslustjóri Loðnuvinnslunnar, Heimir Halldórsson, þjónustustjóri KAPP, Freyr Friðriksson, eigandi KAPP, Friðrik Már Guðundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar og Óskar Sveinn Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP.

Back

More news

  • Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

    Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

  • KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

    KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

  • Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

    Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

  • Ny-Fiskur-CO2-OptimICE-Liquid-Ice-Machine

    Ný-Fiskur Embraces Sustainability with New CO2 Liquid Ice Machine from KAPP

  • Ozone deodorization for restaurants

    Ozone deodorization for restaurants

  • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

    Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

    KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

    Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

    Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

    CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

    New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  • KAPP buys RAF ehf

    KAPP buys RAF ehf