Nýja Jóhanna Gísladóttir GK 357 með OptimICE krapakerfi
Við óskum útgerð og áhöfn Jóhönnu Gísladóttur GK 357 til hamingju með nýja skipið sem leysir gömlu Jóhönnu GK 557 af hólmi.
Skipið, sem hét áður Bergur VE 44, var smíðað í Danmörku árið 1998 er 30 m langur skuttogari og 170 nettó tonn. Vísir hf í Grindavík er eigandi skipsins.
Um borð í Jóhönnu er mikil áhersla á gæði og hluti af því er að nota OptimICE krapakerfi eins og í öðrum skipum hjá Vísi hf.
Vísir hf valdi eftirfarandi OptimICE búnað:
• BP-130 krapavél
• T-3000 forðatank
OptimICE hraðkæling
OptimICE® er fljótandi krapaís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipinu og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís.
Hraðkælingin umlykur fiskinn, kemur honum hratt niður fyrir 0°C og heldur honum í kringum -0,5 °C allan veiðitúrinn, í löndun, í flutningi þvert í kringum landið og allt til endanlegs viðskiptavinar.
Kælikeðjan rofnar því aldrei með OptimICE® hraðkælingu og fiskurinn helst ferskur í hámarksgæðum allan tímann.