Færanleg ísverksmiðja til Grænlands

Færanleg ísverksmiðja til Grænlands

Undanfarnar vikur höfum við í KAPP verið að smíða færanlega ísverksmiðju fyrir Arctic Prime Fisheries í Grænlandi.

Verksmiðjan er smíðuð inn í 10 feta gám frá Titan Containers. Innifalið í þessum gám er flöguísvél frá Recom, hitablásari, færiband og ryðfríar undirstöður frá Stáltech.

Það eina sem þarf að vera á staðnum er sléttur flötur fyrir verksmiðjuna til að standa á, rafmagn og fljótandi vatn.

Verksmiðjan er sérhönnuð til að standa utandyra við fiskvinnslu Arctic Prime í Qaqortoq þar sem gámurinn stendur á ryðfrírri stálgrindinni. Ísinn kemur út úr gámnum með fræibandinu á bakhliðinn og þaðan inn um gat á veggnum í fiskvinnslunni. Þaðan fellur ísinn í kar eða á annað færiband og beint í að kæla fiskinn.

Gámurinn kemur „plug&play“ er með loftkældri ísvél og rafmagni. Gámurinn er hannaður þannig að hann þoli frostið á Grænlandi. 

Einungis þarf rafmagn og vatn til ísframleiðslunnar. Afkastagetan er 5 tonn á klukkutíma og tilbúinn ísinn kemur einungis nokkrum augnablikum eftir að vélin er sett í gang. Sjálfvirkur hreinsibúnaður er innbyggður.

KAPP framleiðir og þjónustar færanlegar ísverksmiðjur af öllum stærðum og gerðum eftir óskum viðskiptavina. Þær geta framleitt hefðbundinn flöguís, OptimICE fljótandi krapaís eða jafnvel bæði í einu.

Færanlegu ísverksmiðjurnar henta vel á stöðum, t.d. þar sem lítið pláss er innandyra, þar sem um tímabundna ísframleiðslu er að ræða eða þar sem fiskvinnsla er á nokkrum stöðum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við smíði ísverksmiðjunnar og við áreynslupróf fyrir utan KAPP.

Uppfært

Nú er búið að setja ísverksmiðjuna upp í Grænlandi og gekk allt að óskum.

Tvær neðstu myndirnar sýna hvar gámurinn stendur við fiskverksmiðjuna.

 

Back

More news

 • Ozone deodorization for restaurants

  Ozone deodorization for restaurants

 • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

 • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

 • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

 • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

 • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

 • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

 • KAPP buys RAF ehf

  KAPP buys RAF ehf