Hámarksgæði með OptimICE krapaís

Hámarksgæði með OptimICE krapaís

Undnafarin ár hafa fjölmargar útgerðir skipti yfir í OptimICE krapaís til að hámarka gæði sjávarafurða og í leiðinni fá lengri líftíma aflans.

Stærstu útgerðir Evrópu, Íslands, Rússlands og Bandaríkjann eru að nota OptimICE með góðum árangri.

Nýtt skip Útgerðarfélags Akureyringa, Harðbakur EA3, er eitt þessara skipa. Það var hannað til að hámarka gæði aflans eins og segir í frétt Mbl.is/200milur

Þar er talað við Bergþór Ævars­son sviðsstjóra fram­leiðslu hjá Slippn­um Ak­ur­eyri sem annaðist hönn­un, smíði og upp­setn­ingu á nýju vinnslu­dekki í skip­inu. Hann lagði áherslu á að kæling, blæðing og þvottur væri lykilatriði í auknum gæðum.

Einnig er í sama viðtali talað við Kristján Vil­helms­son út­gerðar­stjóra Sam­herja sem er ánægður með vinnslu­dekk skips­ins: „Hrá­efn­is­gæði af nýja milli­dekk­inu eru eins og best verður á kosið. Það er ljóst að vel tókst til“ sagði Kristján.

Hámarksgæði

OptimICE kælibúnaðurinn hefur á undanförnum tuttugu árum sannað sig sem sérlega góð kæling fyrir útgerðir og fiskvinnslur.

OptimICE® er fljótandi ís sem leysir af hólmi hefðbundinn flöguís og er framleiddur um borð í skipinu. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum 0 °C allan fiskveiðitúrinn, í löndun, í flutningi þvert í kringum landið, til annarra landa og allt til endanlegs viðskiptavinar.

Kælikeðjan rofnar því aldrei með OptimICE® kælingu.

 

Back

More news

 • Ozone deodorization for restaurants

  Ozone deodorization for restaurants

 • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

 • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

 • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

 • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

 • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

 • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

 • KAPP buys RAF ehf

  KAPP buys RAF ehf