Gullver NS-12 skiptir yfir í OptimICE krapakerfi
Gullver NS-12 á Seyðisfirði nýtti sumarlokun hjá fyrstihúsinu á staðnum til að yfirfara skipið. Hluti af því var að skipta út tveimur flöguísvélum á fá öflugt OptimICE krapakerfi í staðin.
Optim-ICE® er fljótandi ís sem framleiddur er úr sjó um borð í skipinu og leysir af hólmi hefðbundinn flöguís. Kælingin umlykur fiskinn og heldur honum í kringum -0,5 °C allan fiskveiðitúrinn, í löndun, í flutningi þvert í kringum landið, til annarra landa og allt til endanlegs viðskiptavinar.
Kælikeðjan rofnar því aldrei með Optim-ICE® kælingu og fiskurinn helst ferskur í hámarksgæðum allan tímann.
Gullver fór í yfirhlaningu á Seyðisfirði eins og segir í frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar, eiganda Gullvers.
Einnig var frétt um Gullver á 200milur.is og í Fiskifrettum.is
Gullver er skuttogari í eigu Síldarvinnslunnar, gerður út frá Seyðisfirði. Smíðaður úr stáli árið 1983 í Noregi, er 45m á lengd, 9,5m á breidd og skráður 423 brúttólestir.
Síldarvinnslan hf. er í dag eitt af stærstu og öflugustu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins og byggir starfsemin á yfir 60 ára reynslu í fiskvinnslu og útgerð. Fyrirtækið er það stærsta á Íslandi í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski og stærsti framleiðandi á fiskimjöli og lýsi á Íslandi.
KAPP ehf óskar Síldarvinnslunni og áhöfn Gullvers til hamingju með nýja OptimICE krapakerfið.
Hér fyrir neðan eru myndir frá uppsetningunni þar sem þrír starfsmenn KAPP voru í tíu daga að koma BP-130 krapavélinni og T-3000 forðatanknum fyrir. Þess má geta að vélin var sérhönnuð og aðlöguð að þröngum aðstæðum í Gullverinu og rofið var gat á hliðina til að koma vélinni á sinn stað.