Flottur hópur útskriftarnema frá KAPP

Flottur hópur útskriftarnema frá KAPP

Nú á dögunum var stór hópur nema í starfsþjálfun frá KAPP að útskrifast úr hinum ýmsu iðngreinum.

Framtíðin er björt hjá þessum metnaðarfullu strákum og við óskum þeim til hamingju með árangurinn. KAPP ehf hefur í gengum tíðina lagt áherslu á að fá nema í starfsþjálfun í hinum ýmsu iðngreinum. Þess má geta að þeir eru allir orðnir fastráðnir starfsmenn KAPP.

Á myndinni fyrir ofan sjáum við hópinn frá KAPP ehf. sem var að útskrifast.

Frá vinstri á mynd:

Hlynur Georgsson er 25 ára Vestmannaeyingur með véladellu á háu stigi. Hann var núna að útskrifast sem rennismiður en áður hafði hann lokið vélfræðingnum frá Vélskólanum og sveinsprófi í vélvirkjun þar á undan.

Daníel Snær Heimissson er tvítugur Hafnfirðingur. Hann útskrifaðist sem bifvélavirki úr Borgarholtsskóla. Danni hefur á undanförnum árum verið öflugur í Drift mótorsportinu. Hann ber ábyrgðina á viðgerðum og tækniþróun Be Sich Racing liðsins sem hefur verið Íslandsmeistari undanfarin ár.

Kristján Albert Kristinsson er 22 ára Reykvíkingur sem útskrifaðist sem vélfræðingur úr Vélskóli Íslands. Hann er öflugur íshokkíspilari og stuðningsmaður Arsenal í enska boltanum.

Birkir Fannar Steingrímsson er 27 ára Hafnfirðingur sem var að útskrifast sem meistari í vélvirkjun frá Meistaraskóla Tækniskólans. Birkir Fannar er öllum hlutum kunnugur hjá KAPP. Hann hóf störf árið 2013 og hefur unnið í öllum deildum fyrirtækisins og er því með viðamikla þekkingu á öllum verkum sem koma til okkar. Hann er með þjónustulund á háu stigi og alltaf léttur í lund. Með miklum dugnaði og hæfileikum hefur Birkir unnið sig upp í starf verkstjóra hjá KAPP. 

Kristinn Jón Arnarson er 26 ára frá Rifi á Snæfellsnesi. Hann var að útskrifast sem vélfræðingur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Kristinn mikla reynslu af alls konar vélavinnu enda er hans helsta áhugamál snjósleðamennska, bílaviðgerðir og starfið í Hjálparsveit Skáta í Kópavogi. 

Andri Snær Ólafsson sem er 19 ár Reykvíkingur var að ljúka sveinsprófi í vélvirkjun ásamt því að vera búinn með skólann í rennismíði. Framundan er svo meistaranám í vélfræði. Andri er mikil áhugamaður um fjallamennsku og félagsmaður í ferðaklúbbi 4x4. Skemmtilegast finnst honum í jeppaferðum þar sem ævintýrin eru á hverju strái.

 

Back

More news

 • Ozone deodorization for restaurants

  Ozone deodorization for restaurants

 • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

 • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

 • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

 • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

 • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

 • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

 • KAPP buys RAF ehf

  KAPP buys RAF ehf