Glæsilegur Schmitz Cargobull flutningavagn fyrir Eimskip með Carrier kælingu
Nýlega afhentum við Eimskip nýjan og glæsilegan vagn með allra nýjustu tækni frá Schmitz Cargobull og Carrier.
Vagninn er 13,6 langur kælivagn með kælikerfi frá Carrier. Hægt er að skipta rýminu upp í tvö aðskilin kælihólf með sitthvoru hitastiginu frá -30°C upp í + 32°C. Mesti hitamunur milli rýma er 20°C.
Öll nýjasta tækni er í vagninum. Sem dæmi er ný gerð af kuldaskilrúmi sem er einstaklega auðvelt í notkun, hvort sem þarf að færa það til að stækka eða minnka rýmin eða opna og loka skilrúminu.
Einnig er hillukerfið mjög auðvelt í notkun þar sem hilluberinn rennur fram og til baka þegar verið er að stilla hann.
Sjá nánar í myndböndum hér fyrir neðan.
Carrier kælikerfi
Kælibúnaður frá Carrier hefur reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður. Schmitz vagnar eru hannaðir fyrir Carrier kælibúnað og þjónusta KAPP er frá A-Ö. Ráðgjöf, uppsetning, viðhald og viðgerðir.
Carrier er yfir 100 ára gamalt fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í kælingu allt frá upphafi. Í dag starfa nokkur þúsund starfsmenn hjá Carrier sem gerir fyrirtækið eitt af þeim stærstu í heiminum á sviði kælingar. Umhverfismál eru í dag efst á forgangslistanum og nú er boðið upp á nokkra kælimiðla eins og t.d. Co2.
Saga Schmitz Cargobull:
Schmitz Cargbull var stofnað 1892 og hefur allt frá stofnun sérhæft sig í framleiðslu og þjónustu á flutningavögnum. Í dag eru seldar um 65.000 einingar á ári um allan heim og starfsmenn er um 6400. Mikið er lagt í tækniþróun, umhverfismál og hagkvæmar lausnir. Áhersla er á auðvelt aðgengi og endingu þannig að vagnarnir skili eigendum sínum arðbærri rekstrareiningu allan líftíma vagnanna. Bæði vagnar og kassar eru 100% endurvinnanlegir.
Hér fyrir neðan eru taldir upp nokkrir eiginleikar Schmitz Cargobull vagna og kassa:
Umhverfisvænir
Vagnarnir frá Schmitz Cargobull er hannaðir til þess að vera eins umhverfisvænir og hægt er.
Umhverfisstefna nær allan líftíma flutningavagnanna. Allt frá fyrstu hönnun er hugsað um að öll efni sem eru í vögnunum séu endurvinnanleg, að rekstur vagnanna sé eins grænn og hægt er og að allur vagninn sé endurvinnanlegur
Þyngd og loftmótstaða er einstaklega hagkvæm og því er eldsneytiseyðslan lægri en gengur og gerist og rekstrarkostnaðurinn því með lægsta móti.
Hagkvæmur rekstur
Schmitz Cargobull leggur mikið upp úr því að hafa vagnana léttari, með minni vindmótstöðu og meira innra rými en aðrir framleiðendur. Þar sem þyngd vagna er minni er hægt að flytja þyngri farm en hjá sambærilegum vögnum.
Áreynslupróf
Schmitz Cargobull er með sín eigin áreynslupróf, bæði úti á vegum og inni í sérútbúnum áreynslurýmum enda eiga vagnarnir að endast í langan tíma.
Öryggi að aftan
Það skiptir miklu máli að ökumaður hafi mikla yfirsýn yfir afturenda vagnsins. Fjölmargar lausnir eru í boði bæði í yfirsýn og öryggi.
Sterkir kassar
Schmitz Carbobull kassarnir eru sérstaklega sterkbyggðir og þola ýmislegt, hvort heldur það er stálgrindin eða Ferroplast® byggingaflekarnir.
Sérsniðaðar launsnir
Boðið er upp á sérsniðnar lausnir, hvort sem það eru tæknimál, uppröðun, festingar eða öryggismál. Ef þú ert með vandamál þá er bara að spyrja og við finnum lausn.
Skipulag og bindimöguleikar
Það eru endalausir möguleikar með bindingu og uppröðun á vörum í Schmitz Carbogull vögnunum sem hafa þróast á síðustu áratugum með kröfuhörðum neytendum.
Opnanir
Fjölmargir möguleikar eru á opnunum bæði að aftan og eins og bílstjórahliðinni
Hér fyrir neðan sjáum við nokkrar myndir og myndbönd frá nýja Eimskipsvagninum:
Tignarlegur vagninn stendur hér fyrir utan nýtt húsnæði KAPP í Turnahvarfi 8 í Kópavogi eftir komuna til landsins rétt áður en hann er teikinn inn í hús til standsetningar.
Mjög góð vinnuaðstaða er í nýja húsnæðinu. Nóg pláss fyrir stóra flutningakassa og gegnumakstur mögulegur í gegnum húsnæðið.
Hér sést vel Carrier kælikerfið framan á vagninum. Þetta kælikferfi, Vector He 19 mt, það nýjasta frá Carrier er mjög öflugt og enn umhverfisvænna. Það er hægt að skipta vagninum upp í tvö aðskilin kuldahólf með sitthvoru hitastiginu.
MYNDBÖND
Hér fyrir neðan koma nokkur myndbönd sem sýna hve auðvelt er að vinna í vagninum.
Myndaband 1: Yfirlit
Nýji vagninn með Carrier kælingunni bæði fremst utan á kassanum og eins inni í honum að aftan.
Myndaband 2: Kælirýmin
Hér sést hve auðvelt er að búa til mismunandi stór kælirými með kuldaskilrúmi.
Myndaband 3: Hillukerfi
Einstaklega auðvelt er að breyta hillukerfinu fyrir mismundandi aðstæður hverju sinni.
Myndaband 4: Hliðarlokun
Áratuga þróun hefur leitt til þess að hliðaropnanir renna ljúft fram og til baka og lokast auðveldlega.
Myndaband 5: Læsingar á afturhlerum
Læsing á afturhlerum á vögnum sem koma til Íslands er sérhönnuð fyrir harðar vetraraðstæður, snjó og frost.
LJÓSMYNDIR af ýmsum tækniútfærslum
Hér fyrir neðan sjáum við nokkur dæmi um tæknibúnað sem fylgir þessum vagni.
Hurðin í loftinu er kuldaskilrúmið og tekur nánast ekkert pláss þegar hún er ekki í notkun. Mjög auðvelt er að færa hana fram og til baka og setja hana niður til að hólfaskipta eins og sést í myndbandinu hér að ofan.
Margir möguleikar eru á hliðaropnunum en hér sjáum við harmonikku útgáfuna. Mjög auðelt er að opna og loka þeim. Sjá nánar í myndbandi hér fyrir ofan.
Hér á næstu myndum sjáum við hluta af því sem fylgir þessum vagni:
A) Hurðafesting á hjólum úr stáli.
B) Útdraganlegar tröppur eru á öllum opnanlegum hliðum.
C) Slortankur.
D) Hurðahúnar úr ryðfríu stali.
A) Carrier kælikerfi aftan í vanginum til að hafa möguleika á tvöföldu hitastigi.
B) Hillukerfið er einstaklega auðvelt í nokun og fjölmargir stillimöguleikar.
C) Innanrýmið fremst í vangninu þar sem Carrier kælikerfið er bak við árekstursvörnina. Gólfið er með slitsterktum raufum og strappafestingar á öllum veggjum.
D) Öndunarrist til að tryggja betri loftgæði og minnkaloftþrýsting inni í vagninum.
A) Led lýsing á breiddarljósi.
B) Undirvagninn er alveg sléttur.
C) Sérhönnuð lokun á afturhlera fyrir íslenskar aðstæður í frosti og snjó.
D) Carrier kælikerfið sem er aftast í vagninu gerir kleift að hafa tvískipta kælingu.
A) Vector He 19 MT stjórnborð fyrir kælivélina.
B) Landtenging til að geta keyrt kælivélina á rafmagni. Einnig er prentari til að prenta út hitastig í síðustu ferð.
C) Tengibúnaður fyrir loft og rafmagn.
D) Allir kassar Schmitz Cargobull eru með hinu háþróaða Ferroplasti. Sjá nánari lýsingu á því hér að ofan.