Eigendur KAPP kaupa rekstur Stáltech

Eigendur KAPP kaupa rekstur Stáltech

Hjónin Freyr Friðriksson og Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, eigendur KAPP ehf., hafa keypt rekstur Stáltech ehf, sem hefur þjónustað fiskvinnslur, kjötvinnslur og aðrar greinar matvælaiðnaðarins frá stofnun árið 2003. Stáltech hefur jafnframt framleitt færibönd, kæli & uppþýðingarkör fyrir sjávarútveginn ásamt því að sinna sölu og þjónustu á fiskvinnsluvélum frá Pisces. þetta kemur fram í tilkynningu. 

„Með þessum kaupum erum við að styrkja KAPP ehf sem enn öflugra þjónustu og framleiðslufyrirtæki á sviði véla-, kæli- og renniverkstæðis. Við sjáum mikil tækifæri í að auka enn frekar framleiðslu og þjónustu við sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn í heild sinni. Við getum nú boðið upp á fleiri lausnir fyrir okkar viðskiptavini,” segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP.

Fyrirtækið framleiðir hinar heimsþekktu OPTIM-ICE ísþykknivélar sem eru mjög vinsælar á alþjóðamarkaði. OPTIM-ICE er með bestu kæliaðferðum sem fyrirfinnast í dag en ísþykknivélarnar hafa einstaklega hraða kælingu og eiginleika sem fara mjög vel með hráefnið.

Allir starfsmenn Stáltech og fyrrum eigendur fyrirtækisins, þeir Eiður Sveinsson og Páll Ingi Kristjónsson, halda áfram að starfa hjá KAPP í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Miðhrauni 2 í Garðabæ. KAPP hefur nýverið stækkað framleiðslusal fyrirtækisins um 300 fermetra og segir Freyr að sú stækkun komi sér vel undir starfsemi Stáltech.

Myndatexti: Eiður Sveinsson, Elfa Hrönn Valdimarsdóttir, Freyr Friðriksson og Páll Ingi Kristjónsson við OPTIM-ICE ísþykknivél í höfuðstöðvum KAPP ehf að Miðhrauni 2 í Garðabæ.

Back

More news

  • Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

    Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

  • KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

    KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

  • Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

    Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

  • Ny-Fiskur-CO2-OptimICE-Liquid-Ice-Machine

    Ný-Fiskur Embraces Sustainability with New CO2 Liquid Ice Machine from KAPP

  • Ozone deodorization for restaurants

    Ozone deodorization for restaurants

  • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

    Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

    KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

    Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

    Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

    CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

    New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  • KAPP buys RAF ehf

    KAPP buys RAF ehf