Bjössi kveður eftir 44 farsæl ár í bransanum

Bjössi kveður eftir 44 farsæl ár í bransanum

Bjössi okkar kveður eftir farsælt ævistarf

Bjössi, Sigurbjörn Theodórsson, hefur starfað samfleitt hjá KAPP, áður vélaverkstæðið Egill, síðan 1978. 

Á föstudaginn 28. janúar eru nákvæmlega 73 ár frá því þessi öðlingspiltur fæddist en hann er uppalinn vesturbæingur, KR-ingur og einn af fáum original Reykvíkingum á landinu.

KAPP_Rennibekkur_Bjossi_Rennismidi_CNC_velsmidja

Mótorhjól stærsti áhrifavaldur Bjössa

Snemma helltist bíladellan yfir hann og fimmtán ára fékk hann sitt fyrsta mótorhjól og það markaði ævi hans djúpum sporum.

Eftir að hann fékk hjólið var ekki aftur snúið. Bjössi innritaði sig um haustið í Verknámsskólann og hóf nám í bifvélavirkjun, sínu aðal áhugamáli.

Tveimur árum seinna, nánar tiltekið á sautjánda afmælisdaginn hafði mótorhjólið aftur áhrifarík áhrif á líf Bjössa þegar hann lenti í árekstri við Coca Cola bíla með þeim afleiðingum að hann krassaði öxlinni og næstum missti hendina sem hefur  verið nánast óvirk síðan.

Eftir nokkrar vikur á spítala mætti hann aftur í skólann og það kom fljótt í ljós að nánast einhentur gat hann ekki haldið áfram í bifvélavirkjun og því skipti hann yfir í rennismíði og sér ekki eftir því.

Bjössi sem er rétthentur þurfti að læra allt upp á nýtt og nú með vinstri hendinni. Keppnisskapið hefur drifið hann áfram í gengum ævina og hann hefur ekki látið neitt stoppa sig og ekkert verk hefur reynst honum óyfirstíganlegt.

Að námi loknu tók hann sveinspróf í rennismíði. Starfanámið var hjá Vélamiðstöð Reykjavíkur og var honum boðin fastráðning strax að prófi loknu og starfaði þar í nokkur ár.

 

KAPP_Sigurbjorn_Theodorsson_Bjossi_rennismidur_rennismidi_CNC_vélaverkstæadei

Ævintýraþráin leiddi hann á aðra vinnustaði tengda bílum og hann vann hjá Bílanaust og GT varahlutum í nokkur ár.

Árið 1978 var hann í bíltúr með Gylfa bróður sínum eins og gengur og Gylfi átti erindi upp í vélsmiðju. Þá kom í ljós að einn rennismiður var að hætta þann dag.  Bjössi nýtti tækifærið, réð sig á staðnum og mætti til vinnu daginn eftir hjá Vélaverkstæði Egils.

Nú nú 44 árum seinna er Bjössi að ljúka viðburðaríkri starfsævi á rennibekknum.

Fyrstu kynni hans af Vélaverkstæði Egils voru þó þegar hann var að skoða Willys jeppa í umboðinu, en VE var umboðsaðili jeppanna. Þar hittir hann bónda sem var að kaupa nýjan jeppa. Það endaði með því að Bjössi keypti gamla Willysinn af honum. 

KAPP_Rennibekkur_Bjossi_Rennismidi_CNC_velsmidja

 

Fjölskylda og áhugamál

Skömmu eftir að hann hóf störf hjá VE kynntis hann Birnu Markúsdóttur, einstæðri móður og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan.

Birna átti fyrir þrjár dætur og Bjössi einn son. Barnabörnin eru orðin fjögur og barnabarnabörnin tvö.

Bjössi hafði gaman að bílum eins og fyrr segir og keypti hann m.a. Pontiac '55 tveggja dyra hard top kagga, gerði hann upp frá grunni og sprautaði hann svo að því loknu. Bíllinn var orðinn eins og nýr og Bjössi var aðal gæinn á rúntinum það árið.

Upp úr 1980 plataði vinur Bjössa hann í að vera kaddý (bear golfkylfunar) fyrir sig í golf. Bjössi ákvað að prófa eitt högg, boltinn flaug 70 metra og þá var ekki aftur snúið, hann hefur verið með golfdelluna síðan.

 

Hér er Bjössi fyrir framan eldhúsinnréttingu sem hann var nýbúinn að setja upp á Ægissíðunni. Að sjálfögðu er dagatalið frá Agli komið upp á vegg og hann kominn í golfpeysu merkta Nesklúbbnum, klár í næsta golfhring.

 

Bjössi var landsþekktur meðal kylfinga enda fáheyrt á þessum árum að spila golf með annarri hendi og hvað þá að ná eins góðum árangri og hann gerði. Bjössi komst lægst í 15 í forgjöf en meðalforgjöfin almennra kylfinga er 25, því lægra því betra.

Fjölskyldan hefur einnig stundað badminton af krafti í gengum árin en segja má að bústaðurinn í Kjósinni hafi verið mesti tímaþjófurinn enda líður honum best þar í faðmi fjölskyldunnar.

 

KAPP_Rennibekkur_Bjossi_Rennismidi_CNC_velsmidja

  

KAPP_Sigurbjorn_Theodorsson_Bjossi_rennismidur_rennismidi_CNC_velaverkstaedi

Back

More news

 • Ozone deodorization for restaurants

  Ozone deodorization for restaurants

 • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

 • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

 • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

 • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

 • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

 • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

 • KAPP buys RAF ehf

  KAPP buys RAF ehf