50 ára meistarabréf Alla

50 ára meistarabréf Alla

Það voru stór tímamót hjá Aðalsteini Aðalsteinsyni, galdramanninum okkar í KAPP, 14. júní. sl. þegar liðin voru 50 ár frá því hann fékk afhent meistarabréfið í rennismíði.

Alli er 74 ára snillingur sem leysir öll flóknu verkefnin með stæl enda segja vinnufélagarnir að hann hafi fundið upp rennismíðina.

Fimmtán ára var hann að vinna á traktorsgröfu og náði að beygla skófluna þannig að það þurfti að fara með hana á verkstæði til viðgerða. Meðan hann var að bíða eftir viðgerðinni sá hann rennibekk í fyrsta skipti og heillaðist.

Framtíðin ráðin

Um haustið var hann kominn á samning hjá Héðni þar sem hann útskrifaðist fjórum árum seinna sem sveinn í rennismíði árið 1967. Alli hefur því unnið við rennismíði sl. 54 ár.

KAPP er svo heppið að hann er enn að vinna hjá okkur, mætir fyrstur og missir ekki úr dag.

Eftir fjórtán ár hjá Héðni var hann fenginn til að setja upp smíðaverkstæði í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Verkstæðið stækkaði fljótt úr tveimur starfsmönnum í yfir þrjátíu og er enn þann dag í dag í blómlegum rekstri.

Ævintýraþrá

Eftir góð ellefu ár í Njarðvík sótti ævintýraþráin á Alla sem réð sig á Hrafn Sveinbjarnarson sem frystihúsavélstjóri. Þar sá hann um viðhald á öllum fiskvinnslutækjum um borð í sex ár.

Danmörk heillaði og þegar honum var boðið að taka við góðu starfi skellti hann sér til Danmerkur með fjölskylduna þar sem hann var í tvö ár.

OptimICE krapavélin

Brunnar var vinnustaðurinn sem var svo heppinn að fá Alla til sín þegar hann kom aftur til Íslands. Nokkrum mánuðum eftir að hann byrjaði þar 1997 var farið að skoða möguleika á að hanna og smíða krapavél sem seinna átti eftir að umbylta kælingu á nýveiddum fiski um borð í skipum og síðar í framleiðslu í landi.

Alli var að sjálfsögðu einn af lykilmönnum í þróun á krapavélinni sem seinna fékk nafnið OptimICE og hann átti stóran þátt í smíði á fyrsta Hónarnum.

Eins og gerist oft með sprotafyrirtæki eru byrjunarörðugleikar og Brunnar skiptu um nafn og voru síðar seldir en eftir stóð að OptimICE vélin hélt sínum velli og hefur aldrei verið sterkari. KAPP ehf eignaðist Optimar Ísland 2015, sem var þá framleiðandi á krapavélinn og þannig byrjaði Alli að vinna hjá okkur í KAPP.

Fjölskylda og áhugmál

Aðalsteinn kvæntist Sigurlaugu Ágústu Guðlaugsdóttur 1968. Þau eignuðust þrjá drengi sem allir erfðu hæfileika foreldranna. Nú eru barnabörnin orðin níu og barna barnabörnin eru einnig níu. Sigurlaug andaðist fyrir tveimur árum.

Framþróun og menntun í járnsmíði hefur alltaf verið Alla framarlega í huga. Hann var formaður prófnefndar í vélsmíði á Reykjanesi í rúman áratug. Þar samdi hann sveinspróf í öllum tegundum málmsmíða. Í framhaldinu var hann fenginn af Menntamálaráðuneytinu til að búa til fyrstu samræmdu sveinsprófin í járniðnaði, sem hann svo gerði í nokkur ár.

Byssur og byssusmíði hefur verið helsta áhugamál Alla. Hann er menntaður byssusmiður og leggur metnað í gæði frekar en magn í smíðinni. Hann setti sér það markmið snemma að veiða aðeins sér og sínum til matar og hefur haldið sig við það alla tíð.

Við hjá KAPP óskum Alla innilega til hamingju með tímamótin og vonumst eftir því að njóta þekkingar hans og starfskrafta eins lengi og kostur er.

Meðfylgjandi eru nokkar myndir til skemmtunar.

Back

More news

  • Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

    Olafur Karl Sigurdarson Appointed as Deputy CEO of KAPP

  • KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

    KAPP Partners with Atlas Premium Seafoods to Implement Trusted OptimICE® Technology

  • Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

    Congratulations to Vísir hf. on Their New Injection Machine System

  • Ny-Fiskur-CO2-OptimICE-Liquid-Ice-Machine

    Ný-Fiskur Embraces Sustainability with New CO2 Liquid Ice Machine from KAPP

  • Ozone deodorization for restaurants

    Ozone deodorization for restaurants

  • Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

    Great development of refrigeration and freezer equipment. A revolution in the treatment of raw materials.

  • KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

    KAPP and Eðalfiskur's Groundbreaking Partnership at Aqua Nor

  • Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

    Cooling pelagic fish using OptimICE slurry ice machine while landing the catch

  • Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

    Interview with Freyr Fridriksson in Morgunbladid, many opportunities ahead.

  • CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

    CO2 for all OptimICE Liquid ice machines

  • New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

    New OptimICE liquid ice machine for smaller boats

  • KAPP buys RAF ehf

    KAPP buys RAF ehf